Einkenni sem þú hafðir ekki hugmynd um að tengdust lesblindu - eru einhver kunnugleg?
Lesblindueinkenni geta verið gríðarlega breytileg, bæði milli einstaklinga og einnig getur verið dagamunur á lesblindum einstaklingi hvað þetta varðar.
Lesblinda
Lesblindueinkenni geta verið gríðarlega breytileg, bæði milli einstaklinga og einnig getur verið dagamunur á lesblindum einstaklingi hvað þetta varðar.
Þó eru “klassísk” einkenni til staðar en einnig önnur sem alla jafna eru ekki tengd lesblindu. Sum gætu verið kunnuglegri en þig grunar!
Almennt
Virðist skýr, mjög greindur og vel máli farinn en slakari í lestri, skrift og stafsetningu en jafnaldrar almennt.
Stimplaður latur, vitlaus, kærulaus, óþroskaður, barnalegur, leggur ekki nógu hart að sér eða með hegðunarvandamál.
Er ekki ,,nógu langt á eftir” eða ,,nógu slakur” til að fá aðstoð í skóla og fellur því utan “radars”.
Er með háa greindarvísitölu en útkoma á bóklegum prófum er léleg. Útkoma á munnlegum prófum er betri en á skriflegum prófum.
Telur sig heimskan, og hefur lélegt sjálfsálit. Felur eða hylmir yfir veikleika sína með snjöllum aðferðum; kemst auðveldlega í tilfinningalegt ójafnvægi út af lestri eða prófi í skólanum.
Býr yfir miklum hæfileikum í listum, leiklist , tónlist, íþróttum, meðferð véla, frásagnarlist, sölumennsku, viðskiptum, hönnun, byggingarlist og verkfræði.
Virðist detta út eða gleyma sér oft í dagdraumum; týnist auðveldlega eða missir tímaskyn.
Á erfitt með að halda athyglinni; virðist of- eða vanvirkur (dagdreyminn).
Lærir best með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga, skoða og með sjónrænum áreitum.
Sjónskynjun, lestur og stafsetning
Kvartar yfir svima, höfuðverk eða magaverk meðan verið er að lesa.
Bókstafir, tölur, orð, raðir eða munnlegar útskýringar valda ruglingi hjá viðkomandi.
Endurtekur, ruglast á, bætir við, sleppir úr, víxlar stöfum, orðum og tölustöfum í lestri.
Kvartar yfir að finnast eða sjá stafi og texta hreyfast meðan á lestri og ritun stendur.
Virðist eiga við sjónræn vandamál að stríða þó svo að augnlæknir finni ekkert að augunum og sjóninni.
Mjög athugull eða vantar dýptar- og jaðarskyn.
Les og endurles með litlum árangri varðandi lesskilning.
Stafsetur samkvæmt hljóðaaðferð. Stafsetning mjög misjöfn.
Heyrn og mál
Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.
Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar; stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningarhlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.
Ritun og hreyfifærni
Á í erfiðleikum með ritun eða að skrifa eftir upplestri; blýantsgrip óvenjulegt, rithönd misjöfn eða ólæsileg.
Klunnalegur, léleg samhæfing, lélegur í bolta- eða hópíþróttum; á í erfiðleikum með fín- og/eða grófhreyfingar; bíl-, sjó- eða flugveikur.
Getur verið jafnhentur og ruglast oft á hægri/vinstri, yfir/undir.
Stærðfræði og tímastjórnun
Á erfitt með að segja til um tímasetningu, stjórna tímanum, læra hluti þurfa að vera í ákveðinni röð (vikudagana, mánuði, margföldunartöfluna o.fl.), eða að vera stundvís.
Notar puttana eða önnur brögð við útreikninga í stærðfræði; veit svörin við dæmunum en getur ekki sýnt útreikning á blaði.
Kann að telja en getur átt erfitt með að telja hluti og eiga við peninga.
Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi; á í erfiðleikum með algebru og flóknari stærðfræði.
Reiknum hraðar er þjálfunarnámskeið sem eflir hugarreikning, talnaskilning og margföldun.
Minni og hugsun
Man mjög vel það sem hann hefur upplifað (langtímaminni), staði og andlit.
Man illa atburðaröð, staðreyndir og atriði/upplýsingar sem viðkomandi hefur ekki upplifað.
Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum eða orðum (lítið innra tal).
Minnistækni hentar lesblindum einstaklingum sérlega vel og margbætir getu þeirra til að læra staðreyndir utan að (s.s. nöfn og ártöl)
Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki
Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.
Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.
Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).
Fær oft eyrnabólgu; viðkæmur fyrir mat (mataróþol), aukaefnum og efnavörum.
Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.
Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.
Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng, við tilfinningalegt álag eða veikindi.
Davis aðferðafræðin lítur lesblindu öðrum “augum” og ber þessi túlkun lesblindueinkenna þess glögg merki. Athugaðu því að þessi listi einkenna er einungis til hliðsjónar.
Hér er hljóðdæmi þar sem 13 ára lesblindur nemandi á í hlut
Þú getur pantað stöðuviðtal hjá Betra nám og fengið aðstoð og ráðgjöf fyrir þig og þitt barn. Þessi listi er byggður á 37 algengum einkennum lesblindu, útgefnum af Alþjóðlegu Davis lesblindusamtökunum (Davis Dyslexia Association International, DDDAI) sem íslenskir Davis ráðgjafar starfa undir.