Flestir gera sér ekki grein fyrir því, en það sem þú ert að láta ofaní þig og þitt líferni er að breyta þessum bakteríum og það ekki til hins betra.
Á hverjum degi eru að koma út spennandi rannsóknir um tengls baktería í meltingarvegi og öllu er viðkemur heilbrigðum líkama. Svo niðurstaðan er skýr: ef þú getur breytt bakteríum í meltingarvegi þá getur þú breytt lífi þínu.
En hvernig veit maður hvort eitthvað sé að bakteríum í meltingarveginum ? Og það sem skiptir meira máli, hvað er hægt að gera í því?
Það eru yfir 100 milljón frumur af bakteríum í meltingarvegi okkar og hafa þær enn meiri áhrif á okkar heilsu en sérfræðingar höfðu áður gert sér grein fyrir. En ekki eru allar þessar frumur í meltingarvegi framleiddar jafn öflugar. Meðal annars er góð baktería sú sem bætir meltinguna, styrkir ónæmiskerfið og flytur þau vítamín sem við þurfum út í blóðið eftir þörfum.
En hins vegar þá eru það slæmu bakteríurnar sem orsaka matröð í meltingarveginum, vandamálum er tengjast geðheilsunni, húðvandamálum og öðrum vandamálum sem við komum að eftir smá stund.
Heilbrigður meltingarvegur er ekki gerður með því að útrýma bakteríunum. Hann er gerður með því að hafa rétt jafnvægi á þeim – hemja þessar slæmu og örvar þessar góðu.
En byrjum á byrjuninni: Hvernig komumst við að því hvort bakteríur í þínum meltingarvegi eru í lagi?
Hvernig getur þú vitað ef bakteríur í meltingarvegi eru í tómu rugli ? Það er ekki eins auðvelt og að finna hvort þú sért með hita eða ekki. Ekki er hægt að taka hitamæli og mæla bakteríurnar.
En það eru algeng viðvörunarmerki um það að eitthvað er ekki í lagi. Því ber að hafa auga með þessum merkjum og með því ertu að koma þér í fanta gott lag og allar bakteríur verða glaðar.
Meltingartruflanir
Þegar þú hugsar um þær afleiðingar sem að óheilbrigðar bakteríur í meltingarvegi hafa þá er eflaust það fyrsta sem kemur upp í hugann, meltingartruflanir. Margir læknar skrifa upp á lyf til að koma þessu í lag til að hjálpa fólki sem er að berjast við þennan kvilla. En þessi lyf ná aðeins til yfirborðs einkenna. Þau ná ekki til rótar vandamálsins því vandamálið eru óheilbrigðar bakteríur í meltingarvegi.
Vissir þú að heilbrigði meltingarfæra geta haft áhrif á heilbrigði heilans ? já, það er satt.
Vísindamenn hafa nú þegar uppgötvað að baktería framleidd í meltingarfærum framleiðir boðefni. Í dag er verið að rannsaka hvort fólk með geðsjúkdóma sé með truflanir á þessum bakteríum í meltingarvegi.
Ef þú þjáist af einhverju af neðangreindu þá eru líkur á að bakteríur í þínum meltingarvegi sé um að kenna:
Heilbrigði meltingarvegs spilar mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að líkaminn framleiði og beri vítamín og steinefni út í blóðið. En þegar þessar bakteríur eru í algjöru ólagi þá er enn erfiðara fyrir líkamann að fá næginlegt magn af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og má þar nefna:
Ef líkamann skortir eitthvað af þessum efnum hér að ofan en þú er ekki viss, þá getur þinn læknir aðstoðað þig.
Með réttri notkun þá eru sýklalyf ein mikilvægasta uppgötvun í nútímalyflæknisfræði, en að nota þau á rangan hátt getur gert mikinn usla í meltingarvegi.
Sýklalyf eyða slæmum bakteríum í meltingarvegi, en þau eyða einnig þessum góðu sem eru svo mikilvægar fyrir góða heilsu. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að ef sýklalyf eyða góðu bakteríunum þá endurnýja þær sig ekki nema þú takir til þinna ráða.
Stress er ekki góður vinur líkamans, það gerir þig kvíðafulla og hækkar blóðþrýstinginn…. Einnig getur það gert ansi mikinn usla fyrir bakteríur í meltingarvegi.
Stess er í flestum tilvikum óumflýjanlegt, alveg sama hversu við reynum að forðast það. En það er ekki aðal málið, ef þú lætur stressið stjórna þér of lengi án þess að gera nokkuð í því þá ertu komin í vandræði. Ómeðhöndlað stress hækkar cortisol í líkamanum og það hefur þá verkun að meltingarfærin hætta að virka sem skyldi.
Það hefur verið mikið spáð og spegúlerað í öll þessi húðvandamál í gegnum árin. Flest ef ekki öll húðvandamál hefur lítið með húðina að segja, það eru óheilbrigðar bakteríur í meltingarvegi sem orsaka þessar bólur og útbrot. Og til að nefna fleiri þá eru það :
Ef eitthvað af þessu hér að ofan er kunnuglegt, þá hef ég góðar fréttir. Þú getur tekið málið í þínar eigin hendur til að auka á þína vellíðan og vellíðan í meltingarvegi.
Ef þú ætlar að slökkva eld, þá væri það versta sem þú gerir að reyna að slökkva hann með bensíni!
Því miður þá er þetta akkúrat það sem fólk með óheilbrigðar bakteríur í meltingarvegi er að gera. Þau halda áfram að borða og lifa á þann hátt að góða bakteríurnar í meltingarvefi halda áfram að efla vöxt slæmu bakteríanna. Flestir fatta ekki að þeir eru að þessu.
Fyrsta skrefið til að snúa þessu til hins góða er að forðast mengaðan mat.
Ef þú ert nú þegar að fylgja Paleo lífsstílnum þá ert þú nú þegar búin að tala þetta allt í gegn.
Haltu þig við mataræði sem er ríkt af grænmeti, dýrapróteini og ávöxtum og þú munt byggja upp góðar bakteríur í meltingarvegi.
Einnig er mælt með að taka alls ekki verkjalyf eins og Ibuprofen og helst sem minnst af sýklalyfjum.
Þú getur bætt flóru meltingarvegs með því að taka inn bætiefni.
Forfeður okkar voru ekki mikið að spá í hreinlæti eins og við gerum í dag. Og það gerði það að verkum að forfeður okkar voru með mjög heilbrigðar bakteríur í meltingarvegi.
Það er til mikið af allskyns bætiefnum fyrir meltingarveginn, farðu í næsta apótek og fáðu ráðleggingar. Ekki er mælt með því að kaupa það ódýrasta því oft á tíðum þá gera þau ekkert gagn.
Reynið að finna bætiefni sem inniheldur Lactobacillus og Bifidobacterium.
Eitt af því besta sem þú getur gert til að koma meltingunni í lag, fyrir utan að breyta um mataræði er að hafa hemil á stressinu. Það dugar ekki sama formúlan fyrir alla og lykilinni er að finna eitthvað sem þér þykir skemmtilegt að gera og gera það, ekki bara sitja og hugsa um hversu gaman væri nú að gera “hitt eða þetta”.
Og svo er það svefninn, mundu að sofa vel og fá nægan svefn. Of lítill svefn hækkar cortisol í líkamanum og það gerir meltingarvegi afar slæmt. Reyndu að ná að minnsta kosti 7 tímum á sólarhring.
Að vera með heilbrigðar bakteríur í meltingarvegi gerir það að verkum að þú ert að koma heilsunni í afar gott lag.
Margar rannsóknir sem gerðar hafa verið og verið er að gera er tengjast þessu máli hafa allar sömu niðurstöðu : Heilbrigð bakteríuflóra í meltingarvegi og þú ert í góðum málum. Þessi bakteríuflóra tengist nefnilega heilanum.
Ef þetta er í lagi þá ertu einfaldlega að lækna sjálfa þig innan frá.
Uppskriftin að heilbrigðu meltingarkerfi er einföld. Forðastu fyrirfram unnin mat, borðaðu hreinan mat og einnig er mjög gott að borða sýrðan eða gerjaðan mat (fermented foods) og halda öllu stressi í skefjum.
Að koma lagi á bakteríuflóru meltingarvegs getur verið þitt fyrsta skref að því að breyta algjörlega um lífsstíl og mataræði.
Heimild: wisemindhealthybody.com