En eftir að verslanir hófu að bjóða 50% afslátt af nammibörum á laugardögum hefur þróunin orðið sú að frekar en að spara 50% við sælgætiskaup hefur neyslan tvöfaldast. Þá borða mörg börn sætindi og gos mun oftar en einu sinni í viku.
Hóflegt magn af laugardagsnammi
Aldur |
4-5 |
6-9 |
10-12 |
13-14 |
15-16 |
Fullorðnir |
Grömm |
35 g |
45 g |
50 g |
62 g |
65 g |
62 g |
Kaloríur |
140 |
180 |
200 |
250 |
260 |
250 |
Neytendasamtökin fagna þessu framtaki enda ljóst að sykurneysla Íslendinga er alltof mikil og slæm tannheilsa barna er einnig áhyggjuefni.
Fréttir hafa borist að því að Víðir sé ekki með nammibari í sínum verslunum og að í Hagkaupum verði settar upp sambærilegar leiðbeiningar og í Krónunni.