Hjón eiga frekar að fara ósátt að sofa, fremur en reyna að leysa úr ágreiningi sínum dauðþreytt og úrill, það er að minnsta kosti skoðun Dr. Pepper Schwartz.
Hjón eiga frekar að fara ósátt að sofa, fremur en reyna að leysa úr ágreiningi sínum dauðþreytt og úrill, það er að minnsta kosti skoðun Dr. Pepper Schwartz.
Í grein sem hún skrifar á vefinn aarp.org gefur hún hjónum eða sambúðarfólki fimm ráð til að bæta samkomulagið heima fyrir.
- Hættu að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Þegar annað hjónanna fær ekki sínu fram er algengt að viðkomandi bryddi aftur og aftur upp á því sama. Schwartz segir, ímyndum okkur að eitthvað sársaukafullt hafi gerst í sambandinu, eins og annað hjónanna hafi haldið framhjá. Þegar um slíkan trúnaðarbrest er að ræða er ekkert óeðlilegt að sá eða sú sem brotið var á sé ófær um annað en að tala aftur og aftur um brotið. En leysir það vandann? Nei. það eina sem tuðið gerir er að hinn brotlegi hættir að hlusta. Fólki verður að læra að ásökunin verður bitlausari í hvert sinn sem hún er endurtekin og sífelld endurtekning hennar breytist í áreiti. Þá er skárra að vera sammála um að hvorugt bryddi framar uppá málinu en það þarf samt að viðurkenna sársaukann og báðir verða að reyna markvisst að endurheimta traust. Ef það gengur ekki er rétt að leita hjálpar hjá hjónabandsráðgjafa eða sálfræðingi. Það að spóla í sama hjólfarinu grefur ykkur dýpra.
- Verðlaunaðu þá hegðun sem þér líkar við. Það er ekkert til sem heitir „uppbyggileg gagnrýni“ heldur aðeins gangnrýni. Haltu þínum góðu hugmyndum um það hvernig aðrir eigi að lifa lífi sínu fyrir þig nema um líf og dauða sé að tefla. Maki þinn gæti leitað ráða hjá þér um eitthvað sem honum eða henni liggur á hjarta en ekki gera þau mistök að veita óumbeðin ráð. Það er alveg sama hversu mildilega þú orðar hlutina, makinn mun finna broddinn í orðum þínum og engum líkar að vera gangrýndur. En hvað á þá að gera, spyr Schwartz. Hún ráðleggur fólki að segja hvort öðru hvað það ætti að gera í stað þess að segja hvað ætti að láta ógert. Í stað þess að segja: „Svarti kjóllin dregur allan lit úr andlitinu á þér,“ ættir þú frekar að segja: „Þú lítur rosalega vel út í bláu.“
- Farið endilega reið í rúmið. Það að fara ekki ósátt að sofa er gamalt hjónabandsráð. Það er vel meint, segir Schwartz en bætir við að það sé hreinasta bull. Af hverju? Það er vegna þess að það er nógu erfitt að leysa flókna og erfiða hluti þegar maður er óþreyttur. Reiði getur fengið okkur til að segja eitthvað sem við sjáum eftir. Þreyta eykur möguleikann á því verulega. Betra er að sofa úr sér reiðina því flestir hlutir virðast viðráðanlegri að morgni.
- Skrifaðu það fyrst. Náin sambönd þurfa blíðu og tillitsemi því þarf að gæta orða sinna. En hafi hjón eitthvað að segja sem er mikilvægt . . . LESA MEIRA