Samkvæmt könnuninni eyðir fólk sem orðið er 55 ára og eldra, sama hvort það er gift eða ekki, stórum hluta dagsins eitt. Sama hvort það var að erindast út í bæ eða horfa á sjónvarpið. Einhleypingar eyddu um það bil tíu stundum á dag einir, saman boið við 5,5 klukkustundir væru þeir í sambúð eða giftir. Einhleypir eyddu meiri tíma með ættingjum og vinum en þeir sem voru giftir eða í sambúð. Einhleypir eyddu að meðaltali fjórum klukkustundum á dag með vinum og ættingjum en hinir 2,5 klukkustundum.
Þegar þetta er borið saman við fólk á aldrinum 18 til 49 ára kom í ljós að sá hópur eyddi mun minni tíma í eigin félagsskap en þeir sem voru eldri. Í yngsta aldurshópnum sem enn var í skóla eyddi fólk nánast engum tíma með sjálfu sér. Eftir því sem fólk eltist þess meiri tíma varði það eitt og samskipti þess við aðra minnkuðu.
Í könnuninni var fólk 65 ára og eldra var spurt hvað það væri að gera í frímtíma sínum. Þeir sem voru enn á vinnumarkaði eyddu að meðaltali þremur klukkustundum á dag í að horfa á sjónvarp, þeir sem voru hættir að vinna eyddu hins vegar 5 klukkustundum á dag fyrir framan skjáinn. Sá tími sem fólk notaði í samskipti við aðra annað hvort með því að hitta þá eða ræða við þá í síma var svipaður, sama hvort fólk var að vinna eða ekki, eða um klukkustund á dag. Báðir hóparnir eyddu að meðaltali um klukkustund í lestur á dag og sama tíma í húsverk.
Eldra fólki er hættara við að þróa með sér þunglyndi og . . . LESA MEIRA