Svo sannarlega líður manni þannig þegar þetta ástand er í gangi. Það er mikil sorg að slíta sambandi og fólk hugsar: lifi ég þetta af.
Læknir að nafni Dr. Alexander Lyon sem er ráðgjafi hjartalækna á Royal Brompton sjúkrahúsinu en þeirra sérstæða eru hjartað og lungun. Þar er teymi af fólki að rannsaka hvers vegna sumir deyja nokkrum vikum eftir óvæntan missi.
Tilfinningaflæði og hræðsla og jafnvel mikill sársauki sem má flokka sem sjokk fyrir líkamann getur einnig haft skeflilegar afleiðingar sem enda í hjartaáfalli.
En það eru ekki bara "slæmar" tilfinningar sem geta ollið þessari líðan.
Einnig getur áköf og óvænt hamingja eins og t.d að vinna í Lottó haft nákvæmlega sömu áhrif og "the broken heart syndrome".
Ástæðan fyrir þessari líðan er sú að afar mikið magn af adrenalíni losnar í líkamanum og getur það stuðað neðri hluta af aðal- hjartavöðvanum og þar af leiðandi lamað hann sem gerir það að verkum að efri hlutinn þarf að vinna alla vinnuna við að pumpa blóði.
Um 90% af þeim sem hafa verið greindir með "broken heart syndrome" eru konur á breytingaskeiðinu.
Svo spurning er, hvers vegna kemur þetta ekki fyrir karlmenn?
Dr. Alexander Lyon telur að það sé vegna þess að menn sem fá hjartaáfall látast flestir skyndilega, svo ekki hafi verið hægt að rannsaka næginlega vel hvort þeir hafi verið undir miklu stressi eða þjáðst af "the broken heart syndrome".