Rannsókn á verkjum í hálsi sýndi að eftir því sem viðkomandi sinnti æfingunum betur, þeim mun betri varð árangurinn (6). Rannsókn frá 2003 sýndi að verkir í herðum minnkuðu og þátttakendur voru ólíklegri til að þurfa á aðgerð að halda seinna meir miðað við viðmiðunarhóp ef þeir sinntu sérhæfðri endurhæfingaáætlun upp á eigin spýtur undir leiðsögn sjúkraþjálfara í gegnum netið (7). Kerfisbundin yfirlitsgrein frá 2013 skoðaði tengsl verkja og mismunandi meðferðarforma. Sterkustu tengslin voru á milli styrktar- og þolæfinga og minnkaðra verkja.
Í þessari yfirlitsgrein voru aðferðir eins og styrktar- og þolþjálfun, hugræn atferlismeðferð, nudd, liðkun á liðum, laser og TNS bornar saman (8). Einnig hafa rannsóknir sýnt að notkun á nuddrúllum og nuddboltum er áhrifarík leið til að auka hreyfanleika í liðum með því að mýkja vöðva þar í kring og mælt er með notkun þeirra fyrir og/eða eftir æfingar til að flýta fyrir endurheimt (9).
Endurhæfingaáætlun í gegnum netið undir handleiðslu sjúkraþjálfara hefur verið borin saman við sjúkraþjálfun á stofu í nokkrum rannsóknum og kerfisbundnum yfirlitsgreinum. Þetta hefur verið skoðað hjá einstaklingum með verki í efri útlimum tengdum tölvuvinnu, einstaklingum með verki í hálsi og einstaklingum með slitgigt í hné. Niðurstöður þessara rannsókna voru að einstaklingar sem sinntu endurhæfingaáætlun í gegnum netið voru að ná sama árangri og ekki síður skilvirkari en einstaklingar sem mættu í sjúkraþjálfun. Þessar rannsóknir sýndu að meðferð í gegnum netið virtist ná sambærilegum árangri og meðferð á stofu (5, 10, 11).
Síðustu ár hefur áhugi fólks á að nota internetið sem inngrip og sem meðferðarform . . . LESA MEIRA