Að finna rétta brjóstahaldarann getur verið erfitt fyrir sumar konur. Talið er að um 80% kvenna noti ranga stærð af brjóstahaldara.
Það er mjög óheilbrigt fyrir konur að nota ranga haldara stærð sérstaklega ef hann er of þröngur.
Konur verða að passa sig á því að vera stundum haldara lausar og helst ekki vera í honum lengur en 12 tíma á dag. Það er svo gott að leyfa brjóstunum að "anda" og vera frjáls svo blóðflæðið í þeim sé í lagi. Þetta getur komið í veg fyrir að hnútar myndist í brjóstum því þau ná að jafna sig eftir að hafa verið í hálfgerðu haldara "fangelsi" yfir daginn.
Þegar verið er að velja réttan haldara fáið þá sérfræðing í undirfataverslunum til að gera á ykkur mælingu.
Mæla þarf yfir bringuna rétt fyrir neðan brjóstin og yfir bakið. Verið vissar um að málbandið sé flatt á húðinni allan hringinn. Besta ráðið er að bæta svo við ca. 3-5cm við málið.
Eftir svona mælingu þá finnið þið rétt númer af haldara og byrjið að máta. Passa þarf að skála stærðin sé rétt svo að ekki myndist fjögur brjóst, þ.e skálastærðin er of lítil og brjóstin þrýstast uppúr skálunum með þeim hvimleiðu afleiðingum að það er eins og þú sért með fjögur brjóst.
Svo þarf að passa að hann sé ekki of þröngur yfir bakið. Þó svo flestir haldarar séu með þrem settum af krækjum að þá á hann að passa yfir bakið með því að notast við fremstu krækjurnar. Of þröngur haldari yfir bakið gerir það að verkum að hann þrengir mikið að og það getur orsakað vandamál.
Svo eru það hlýrarnir. Alltaf að stilla þá rétt og alls ekki það þrönga að þeir skerist ofan í axlirnar. Þetta getur valdið vöðvabólgu og fleiri óþæginlegum kvillum.
Sumar konur eru með mismunandi stór brjóst og þær sem eru þannig í laginu verða að taka tillit til þess þegar hlýrar eru lagaðir að öxlum. Hægri hlýrinn gæti þurft að vera örlítið þrengri en sá vinstri og öfugt. Þetta er eitthvað sem ansi margar konur passa ekki uppá.
Ef þú hefur svo loksins fundið rétta stærð af haldara og hefur stillt hann rétt fyrir þinn líkama þá á ALLS EKKI að vera vont að vera í honum né á hann að þrengja neinstaðar að og ég ítreka hann á ekki að skerast ofan í axlir.