Í dag langar mig hins vegar að deila með þér 4 hlutum sem snúa meira að huganum og andlegu hliðinni og hvernig hlutir sem tengjast henni geta haft mikil áhrif á orkuna þína og algjörlega dregið úr þér allt (ef það á við þig).
Ég hef nefnilega verið þarna sjálf og veit hversu mikil áhrif þessir hlutir geta haft og langaði því að vekja athygli þína á þeim.
Eitt af því sem getur dregið allt úr þér er mikið stress, álag og kvíði. Það sama á við áhyggjur eða hræðslu. Allar þessar sterku og neikvæðu tilfinningar virka eins og orkusugur fyrir líkama okkar.
Ef þetta á við þig þá er mikilvægt að þú reynir að uppræta orsök þeirra og koma inn meiri slökun, t.d með því að hlusta á rólega tónlist, lesa góða bók, hugleiða eða jafnvel hreyfa þig. Hvað sem virkar fyrir þig til þess að slaka betur á. Reyndu að útrýma eða minnka orsökina eins og þú mögulega getur. Þú ein hefur stjórn á lífi þínu, mundu það.
Flestir eru með drauma og markmið í lífinu sem þeim langar til þess að ná, en því miður er það alltof algengt að fólk fylgir þeim ekki eftir. Það leyfir afsökunum og sögum eins og:
Að það geti ekki, kunni ekki, hafi ekki tíma, hafi ekki peninga og fleira stoppa sig, en þetta er oftast hræðsla sem stýrir þessum afsökunum og heldur aftur af okkur.
Ég var einu sinni á allt annarri leið en ég er núna á, það var ekki fyrr en áfall reið yfir í fjölskyldunni að ég áttaði mig á því og fór að taka allt önnur skref en ég ætlaði mér í átt að lífinu sem mig langaði virkilega til þess að lifa. Lífið er alltof stutt til þess að fylgja ekki draumum þínum.
Ef þú vilt fara í gegnum 3 skrefa æfingu sem hjálpar þér að koma auga á og vinna gegn hindrunum þínum, getur þú nálgast hana hér
Þetta er eitthvað sem ég þekki vel sjálf og hef upplifað þó nokkrum sinnum í gegnum ævina. Að mæta á hverjum degi til starfa við eitthvað sem þú veist djúpt inni að sé ekki fyrir þig getur verið skemmandi til lengri tíma.
Þetta tengist punktinum hér að ofan með að fylgja ekki hjartanu, því með því að eyða að meðaltali 8 klst á dag í verkefni sem þér líkar illa og gefa þér litla gleði eða innblástur ertu að draga úr orku þinni og lífskrafti.
Tími er eitt af því mikilvægasta sem við höfum, þannig ef þetta á við þig þá hvet ég þig til þess að fylgja draumum þínum og láta ekkert stoppa þig.
Þegar þú ert alltaf að reyna þóknast öðrum með því að segja já við hlutum sem þú vilt ekki gera, ertu í rauninni að segja nei við sjálfan þig. Þú ert ekki að gera neinum greiða með því að gera öllum til geðs. Það getur skapað stress og álag fyrir þig og þú setur þig aftar í forgangsröðina.
Þannig ert þú ekki að mæta sem þín besta útgáfa sem getur orsakað kraft - og orkuleysi, óánægju og pirring.
Ég gæti örugglega haldið áfram að koma með punkta en rauði þráðurinn í þessu öllu saman er að fylgja innsæi þínu og virkilega vera trú sjálfri þér. Því þegar þú gerir það ertu uppfull af orku og krafti þar sem þú veist að þú ert að gera það sem þú átt að vera gera í þessu lífi!
Þú vaknar daglega með þakklæti og gleði í hjartanu yfir því að fylgja draumum þínum og kvíðir aldrei fyrir mánudeginum, því allir dagar eru jafn skemmtilegir, ekki bara helgarnar.
Kannast þú við eitthvað sem ég deili með þér í dag? Langar þig að breyta einhverju í lífi þínu?
Hvað er að stoppa þig?
Þangað til næst..
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
Stofnandi www.hiitfit.is