Tilgangur embættisins með þessari vefútgáfu er að stuðla að aukinni hreyfingu og útiveru barna með því að styðja við starf Heilsueflandi leikskóla og Heilsueflandi grunnskóla. Hún ætti einnig að nýtast foreldrum og öðrum sem starfa með börnum.
Gefnar eru hugmyndir að ýmsum leikjum og æfingum sem krefjast ekki sérstakrar aðstöðu eða áhalda heldur aðeins þess að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og nýta þau tækifæri sem nánasta umhverfi býður upp á. Efnið á þannig að nýtast öllum áhugasömum án tillits til aðstæðna hverju sinni.
Sjá nánar: Færni til framtíðar, örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Valið efni fyrir Embætti landlæknis.(PDF)
Nánari upplýsingar má einnig finna á Fésbókarsíðu Færni til framtíðar.
Gígja Gunnarsdóttir
verkefnisstjóri hreyfingar
Af vef landlæknis.