Hvernig þú hagar þinni reynslu og skoðunum til að passa við þann sem þú ert á stefnumóti við getur afbakað getu þína til að sjá hvað er satt og logið í ykkar samtali ef aðilinn sem situr á móti þér er afburðar fagur.
Þegar þú lýgur, til að ganga í augun á mögulegum kærasta/maka, þá ruglar óheiðarleiki þinn minnið þitt um það hvað er satt og hvað er logið. En þetta útskýrir Sara E. Brady Ph.D. Og hvort sem þú ert að ýkja skólagöngu þína, íþróttaafrek eða ást þína á Shakespear, því meira sem þú lýgur þá verður heilinn móttækilegri að samþykkja þessar "staðreyndir" sem sannleikann.
En lygar koma alltaf í ljós á endanum.
En þú getur haldið þig frá lygum og ýkjum til að virðast meira aðlaðandi, með því að segja bara sannleikann og vera bara þú sjálf(ur).
Konur voru fengnar til að meta sama karlmanninn og öllum fannst hann meira aðlaðandi og líkamlega vel á sig kominn þegar þeim var sagt að hann væri hreinskilinn.
Já, þetta fannst mér fróðlegt að lesa. En við þurfum samt öll að muna að fegurð kemur í öllum stærðum og gerðum.
Lesa má meira um þetta á nbcnews.com