Fólk stofnar matarklúbb og ákveður að skiptast á að halda matarboð með ákveðnu tema. Það getur til dæmis verið Ítalskt kvöld, indverskt, danskt eða bara íslenskt. Hver og einn kemur með einn rétt í boðið, sem tengist temanu og drykki fyrir sig. Gestgjafinn getur haldið utanum, hver kemur með hvað til að auðvelda skipulagið. Þetta kostar minna fyrir hópinn en að fara út að borða á veitingastað og það er ekki einhver einn sem þarf að sjá um allt. Til að auka skemmtunina, má einnig setja á dagskrá kvöldsins upplestur úr bókmenntum sem tengjast temanu eða spila ákveðna tónlist sem gerir það.
Á tölvuöld er ekki slæmt að hverfa á vit fortíðarinnar og spila skemmtileg borðspil. Stundum leynast gömul Matador spil í geymslunni, nú eða nýleg spil eins og Monopoly og Scrabble. Það er líka alveg hægt að rifja upp spil sem menn voru vanir að spila hér áður fyrr, eins og til dæmis vist, bridge eða annað. Það getur verið upplagt að halda spilakvöld, nú eða spilaeftirmiðdag! Spilamennska af þessu tagi er oftast skemmtileg – og kostar ekki neitt.
Það er hægt að slá saman í léttan málsverð og bjóða uppá myndlist fyrir gestina, fyrir eða eftir mat. Gestgjafinn útvegar ódýra vatnsliti og pensla og síðan er öllum gestunum falið að mála ákveðna uppstillingu. Það er gaman að spreyta sig á þessu og skemmtilegt að bera saman árangurinn.
Það er alltaf hressandi og skemmtilegt að fara í gönguferðir í nágrenni borgarinnar eða bæjarins þar sem menn búa. Umhverfis Reykjavík eru óteljandi gönguleiðir sem hægt er að fara og ganga í 2-3 klukkustundir. Það má benda á . . . LESA MEIRA