Nú, 35 árum síðar, er Finax stærsti framleiðandi á glútenlausu mjöli og brauðblöndum í Evrópu og er með yfir 50% markaðshlutdeild á Norðurlöndunum.
„Finax hefur þróað og selt glútenlausar vörur frá 1983 og innihalda þær einungis hágæða hráefni,“ að sögn Margrétar Mekkin, forstöðumanns matvælasviðs hjá Líflandi.
Margrét segir frá því að nýlega hafi verið gerð tilraun á vöfflum hjá innflytjandanum en það voru annars vegar vöfflur bakaðar úr fína mjölinu og hins vegar úr því grófa og skemmst er frá því að segja að starfsmenn voru langtum hrifnari af vöfflunum úr grófa mjölinu.
Uppskrift að þeim vöfflum má sjá HÉR.
Glúten er prótein sem er að finna í korni allt frá hveiti, rúgi, höfrum og byggi.
Glútenlausar vörur eru byggðar upp á hveitisterkju þar sem glútenið er fjarlægt. Náttúrulegt glútenlaust mjöl er til dæmis maísmjöl, kartöflumjöl og hrísmjöl.
Þeir sem eru með glútenóþol fá oft ekki nóg af trefjum, þar sem þeir forðast brauð sem bakað er úr hveiti, rúgi, höfrum eða byggi.
Glútenóþol er viðvarandi og ætti fólk sem þjáist af glútenóþoli að vera á glútenlausu fæði alla ævi.
Finax vörurnar eru fluttar inn af Líflandi.
Lífland framleiðir íslenskar kornvörur undir merkjum Kornax og flytur einnig inn úrvals vörur úr fyrsta flokks hráefni frá erlendum birgjum.
Fjarðarkaup
Hagkaup
Iceland
Víðir
Þín verslun
Melabúðin
Krónan
Kassinn (Ólafsvík) og
Góður kostur (Keflavík)