Olían er til margra hluta nytsamleg og þá bæði útvortis sem innvortis.
Kókosolían veitir húðinni góðan raka og næringu þar sem hún inniheldur efni sem hjálpa til við að endurnæra og bæta húðina.
Olían hefur bakteríudrepandi eiginleika og virkar auk þess vel á bólur. Þá koma andoxunarefni hennar að miklu gagni gegn þeim skemmdum sem sólin og geislar hennar valda.
Kókosolía er frábær sem meðferð við þurrum hársverði. Hún hjálpar hárinu að viðhalda raka sínum og styrkir það.
Olían virkar vel sem djúpnæring fyrir hárið – en þá nuddar þú smá kókosolíu í hársvörðinn og hárið, og leyfir henni að vera í hárinu í 5 mínútur. Síðan þværðu hárið eins og venjulega.
Hvort sem vægar meltingartruflanir þjaka þig annað slagið eða ef þú þjáist af langvarandi meltingarvandamálum þá getur neysla kókosolíu hjálpað. Þá er einnig talið . . . LESA MEIRA