Það að greinast með hjartabilun getur verið yfirþyrmandi og sjálfur hef ég lifað með henni í tæp tólf ár. Það er vissulega áfall að fá hjartabilun en veröldin þarf ekki endilega að enda þar og með góðri hjálp og góðum upplýsingum má lifa löngu og innihaldsríku lífi en það er kannski öðruvísi en maður hafði hugsað sér.
Það að greinast með hjartabilun getur verið yfirþyrmandi og sjálfur hef ég lifað með henni í tæp tólf ár. Það er vissulega áfall að fá hjartabilun en veröldin þarf ekki endilega að enda þar og með góðri hjálp og góðum upplýsingum má lifa löngu og innihaldsríku lífi en það er kannski öðruvísi en maður hafði hugsað sér.
Hér eru tíu atriði sem geta hjálpað þér í baráttunni.
- Lærðu um hvernig hjartabilun virkar. Hér inni á hjartalif.is er töluvert af efni um hjartabilun en auk þess er t.d. hægt að fara inn á vefsíðunaHeartfailurematters.org en þar er hægt að skoða fræðsluefni sem leiðir þig í gegnum marga þætti hjartabilunar og hvernig á að hafa stjórn á henni.
- Lærðu að hafa stjórn á öllu því magni upplýsinga og ráða sem þú færð. Þú færð ráð og leiðbeiningar frá hjartasérfræðingnum þínum, hjúkrunarfólki, heimilislækninum þínum að ógleymdum ættingjum þínum, vinum og öllum þeim sem vilja hjálpa.
- Lærðu um ástæður, einkenni og þróun hjartabilunar.
- Lærðu á viðvörunarmerki hjartabilunar, hversu alvarleg þau eru og við hvern skal hafa samband við í hverju tilfelli fyrir sig og hvenær.
- Lærðu hvernig eigi að aðlaga lífstíl þinn þannig að þú getir notið sem mestra lífsgæða, þrátt fyrir að hafa hjartabilun. Ástandið hjartabilun kemur til með að hafa áhrif á marga þætti lífs þíns eins og ferðalög, vinnu og samband þitt við maka þinn.
- Lærðu að vinna með læknunum þínum og heilbrigðisstarfsfólki. Þeir hjálpa sjúklingum að skilja hvað er að, kynna og fara með þeim yfir lyfin, kynna þá fyrir fólki sem þarf að vinna með og lýsa því hvaða þjónusta er í boði fyrir hjartabilaða. Spurðu um hjálpartæki eins og lyfjalista eða einkenna og atburða dagatal til að hjálpa þér að skipuleggja þig.
- Lærðu um meðferðarmöguleika þina og hvers þú átt að spyrja lækninn þinn að, það veitir þér meiri hugarró.
- Leitaðu eftir fræðslu um hvaða áhrif þetta hefur á maka þinn og fjölskyldu sem horfast í augu við mörg vandamál m.a. þunglyndi. Þetta fólk þarf jafnmikið á stuðningi að halda eins og þú.
- Leitaðu upplýsinga um hvernig aðrir sjúklingar komast yfir erfiðleika sína. Þú getur lært mikið á reynslu þeirra.
- Finndu upplýsingar um hvernig þú getur tengst öðru fólki sem er með hjartabilun. Reyndu að hitta aðra sem þjást af hjartabilun og sjá að þú ert ekki einn/ein í heiminum. Það getur gert þér auðveldara að kljást við sjúkdóminn.
Höfundur þessara 10 atriða eða ráða er Prófessor Kenneth Dickstein en hann stofnaði meðal annars og skapaði heartfailurematters.org sem er sjúklingamiðaður vefur um hjartabilun og þar er að finna mikinn fróðleik.
Hér er svo tengill á upprunalegu greinina en þar er líka að finna marga tengla beint inn á heartfailurematters.org http://blog.oup.com/2013/05/ten-things-you-need-to-learn-about-heart-failure/
Björn Ófeigs.
Heimild: hjartalif.is