Hérna er önnur spurning: Hversu oft er þessi manneskja þú?
Verum nú hreinskilin: Það er enginn saklaus af þessari hegðun.
Við berum öll ákveðið magn af spennu og mikið af henni dvelur í undirmeðvitundinni. Að gera of mikið úr litlu atviki tengist atvikinu yfirleitt ekki neitt, þetta liggur miklu dýpra.
A: Tökum sem dæmi að þér finnist þú hafa átt erfiða æsku. Foreldrar þínir studdu ekki næginlega við þig, ástin í þínu lífi hætti með þér og þú hefur ekki ennþá verið ráðin í drauma starfið. Vinir hafa svikið þig. Ok, lífið lítur út fyrir að vera voða erfitt og stressandi alla daga. Einn morguninn þegar þú ert að kaupa latté, þá færðu afgreitt svart kaffi í staðinn. Hvernig bregstu við?
B: Tökum sem dæmi að þú hafir allt sem þú þarft í lífinu. Foreldrarnir gerðu sitt besta og þú hefur lært af mistökum þínum og þeim svikum sem þú hefur orðið fyrir. Þetta hefur styrkt þig og gert þig að betri manneskju. Þú hefur stað til að búa á, mat að borða, vatn að drekka og ert heilbrigð. Einn morguninn þegar þú ert að kaupa latté, þá færðu afgreitt svart kaffi í staðinn. Hvernig bregstu við?
Málið er að þín viðbrögð eru ekki útaf kaffinu. Heldur er það hvernig við sjáum veruleikann. Þetta er um þá sögu sem að við segjum okkur sjálfum um lífið.
Þegar við erum þakklát fyrir að hafa nóg þá eiga smávæginleg mistök ekki að vera stórmál. Við drekkum bara kaffið og þökkum fyrir okkur. Hinsvegar, þegar við lítum á raunveruleikann, þá er eins og allur heimurinn sé á eftir okkur og stúlkan sem afgreiddi rangta pöntun af kaffi verður hluti af því og við látum reiði okkar bitna á henni.
Það er líka eitt sem að við gleymum að hugsa út í, kannski er stelpan sem afgreiðir á kaffihúsinu ekki í sínu draumastarfi. Hún er þreytt eftir langar vaktir og finnst hún hafa verið svikin af þeim sem að standa henni næst. Hún er kannski illa sofin, á veika ömmu sem hún hugsar um á milli vakta og hennar mistök með þitt kaffi er vegna þess að hún er þreytt og þá gerast mistökin.
Þú getur breytt þessu. Reyndu að finna jákvæðu hliðina á sjálfri þér og fyrr en varir að þá ertu farin að smita út frá þér, bara með því að brosa, sem dæmi.
1. Í lok hvers dags skaltu taka tíma sem er bara fyrir þig, tíma þar sem þú slakar á og losar þig við stress.
2. Vertu á stað þar sem þér líður vel og þú ert ekki trufluð eða dæmd af ókunnugum.
3. Taktu með þér blað og penna.
4. Gerðu lista yfir alla sem að hafa sært þig einhvern tíman á lífsleiðinni. Ekki gleyma neinum. Hugsaðu um hvað fólk hefur gert þér og þér fannst ósanngjarnt og lét þér líða illa. Hugsaðu eins langt til baka og þú getur og byrjaðu að skrifa niður nöfn. Gefðu þér góðan tíma svo þú gleymir engum.
5. Taktu núna tíma í að fyrirgefa öllum á listanum þínum.
6. Hugsaðu um hvern og einn og óskaðu þeim þess besta í lífinu. Skildu að ástæða þess að þetta fólk særði þig er sennilega vegna þess að þau voru öll á slæmum stað í sínu lífi.
7. Óskaðu að þau finni líka frið.
8. Losaðu þig núna við alla gremju og pirring. Gráttu ef þú þarft þess. Við eyðum allt of miklum tíma í að berjast við að vera sterk, bælum niður vanlíðan og orsakar þetta það að við bregðumst illa við afar litlum hlutum sem skipta engu máli í raun. Tárin sem þú grætur skola í burtu þessu egói og þau láta þér líða eins og nýrri manneskju á ný.
Þegar þú ert búin að þessu öllu skaltu krumpa saman blaðið og henda því. Þarna ertu búin að loka á þetta tímabil í þínu lífi. Og núna er stundin til að byrja að lifa lífinu og sjá hvað er í kortunum fyrir þig í framtíðinni.
Heimildir: mindbodygreen.com