Við kaup á fyrstu skóm er gott að þreifa á skónum til að ganga úr skugga um að þeir séu úr mjúku og góðu leðri, nái upp á ökklann og séu með mátulega sveigjanlegan sóla. Sólinn má ekki vera of stífur og ef barnið er enn valt á fótunum er betra að hafa sólann sveigjanlegri þar sem það er enn að skríða heilmikið. Einnig þarf sólinn að vera stamur til að börnin renni ekki á sléttum gólfflötum. Skórnir þurfa að vera rúmir en þó má ekki muna meira en 1cm á lengdina..Það er mikilvægt að kaupa skó sem passa, því þá eru börnin örugg á fótunum og beita þeim síður rangt. Svo skoðar maður hvernig börnin bera sig í skónum og ef þau bera sig vel og eru glöð er það yfirleitt merki um að þeim líði vel í þeim. Ef þau eru hikandi að ganga eða setjast alltaf niður þegar þau eru í skónum þá þarf að finna aðra.
Mér finnst klassískir litir vera ráðandi fyrir strákana eins og cognac brúnn og dökkblár, og fölbleikur, silfur og gull hjá stelpunum. Í sumar verða sandgrár og mintugrænn einnig áberandi.