Grænmetisætur eru ekki eins heilbrigðar og kjötætur segir í þessari umdeildu rannsókn. Þrátt fyrir að drekka minna, reykja minna og vera meira virk í hreyfingu en þeir sem borða dýraafurðir.
Rannsóknin sem var stýrð af the Medical University of Graz í Austurríki komst að þeirri niðurstöðu að mataræði hjá grænmetisætum sem einkennist af litlu magni af mettaðri fitu og kólestróli en hærra magni af ávöxtum, grænmeti og trefjaríkum matvörum virðist hækka áhættuna á krabbameini, ofnæmi og geðrænum kvillum eins og þunglyndi og kvíða.
Rannsóknin notaði gögn frá the Austrian Health Interview Survey til að rannsaka matarvenjur og lífsstíls mun hjá grænmetisætum og þeim sem neyta kjötvara.
Alls voru 1.320 einstaklingar sem tóku þátt í þessari rannsókn og voru þeir metnir miðað við aldur, kyn og félagslega stöðu. Grænmetisæturnar voru 330, þeir sem borðuðu dýraafurðir og einnig mikið af ávöxtum og grænmeti voru 330 og einnig voru 330 aðilar sem neyttu kjötvöru að mestu leiti.
Í ljós kom að grænmetisætur sem drukku minna af áfengi og voru með lægri líkams massa, voru samt í verra ásigkomulagi líkamlega og andlega.
Þeir þáttakendur sem borðuðu minna kjöt voru einnig í lélegu heilsufarslegu ástandi og þeir áttu það til að forðast það að fara til læknis og forðuðust einnig bólusetningar.
Þessi tiltekna rannsókn sem var gerð af the Institute for Social Medicine and Epidemiology í Medical University í Graz í Austurríki komst að þessari niðurstöðu:
“Okkar rannsókn hefur sýnt að fullorðinn einstaklingur í Austurríki sem neytir eingöngu grænmetisfæðis eru ekki eins heilbrigðir ( þá meina þeir í sambandi við krabbamein, ofnæmi og geðheilsu) og lífsgæði þeirra eru lægri en ella og grænmetisætur þurfa á meiri læknis aðstoð að halda.
Höfundar þessarar rannsóknar hafa nú þegar varið rannsóknina gegn kröfum um að þeirra vinna sé einfaldlega auglýsingarherferð fyrir kjötframleiðendur.
Sú sem fór fyrir rannsókninni er farsóttafræðingurinn Nathalie Burkert, en hún sagði við Austrian Times: “ Við höfum þegar fjarlægt okkur frá þessum ásökunum þar sem þær sýna ranga þýðingu á okkar gögnum”.
“Við fundum út að grænmetisætur þjást meira af allskyns einkennum eins og t.d astma, krabbameini og geðrænum kvillum en það fólk sem að neytir kjöts í bland við grænmeti og ávexti. En við getum ekki sagt hvers vegna þetta er raunin”.
“Það þarf að rannsaka þetta betur áður en hægt er að svara þessari spurningu til fulls”.
Hér má lesa þessa grein í heild sinni á vef independent.co.uk.