Veirusjúkómur sem herjar á börn. Hann kemur fram sem blöðrur í koki og á lófum og iljum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur og gengur yfir af sjálfu sér.
Orsökin er veira (coxsackie A).
Hann smitast bæði með úða- og snertismiti. Meðgöngutíminn, sá tími sem líður frá því barnið smitast þar til einkennin koma fram, er 2 til 3 dagar. Á meðan blöðrurnar eru til staðar er smithætta á ferð.
Margar litlar blöðrur, sérstaklega í koki, á iljum og í lófum. Blöðrur í koki springa og verða að grunnum sárum sem valda barninu nokkrum sársauka. Sárin gróa sjálfkrafa á 2-4 vikum. Auk útbrotanna getur vægur hiti, slappleiki og höfuðverkur fylgt sjúkdómnum.
Engin sérhæfð meðferð er til, sjúkdómurinn gengur yfir af sjálfu sér. Ef blöðrurnar eru slæmar í munninum er erfitt fyrir barnið að borða. Gott er að hafa matinn mjúkan, stappa hann eða gefa barninu fljótandi fæði. Því getur þótt gott að sjúga frostpinna eða klaka. Passa þarf að barnið fá nóg að drekka, sérstaklega ef það er með hita.
Grein af vef doktor.is