Hérna eru jólamatarhefðir frá nokkrum löndum í heiminum.
Indland.
Á Indlandi er eldaður afar fjölbreyttur matur um hátíðirnar. Eitt sem ég nefni er Biryani sem eru hrísgrjón (vanalega basmati), kjúklingur, fiskur, egg og grænmeti. Einnig nota þeir lambakjöt og karrý í þennan rétt. Í eftirrétt eru hafður svo kallaður Kheer sem er hrístrjónabúðingur. Sumir indverjar elda kalkún eins og þekkist á vesturlöndum.
Austurríki.
Eins og hjá okkur er jóladagur frídagur í Austurríki. Flestir austurríkisbúar eyða deginum í að borða veislumat með fjölskyldum sínum. Á borðum er Steiktur fiskur sem þeir kalla Carp, en Carp eru nokkrar tegundir af ferskvatnsfisk sem þeir steikja. Í eftirrétt er svo Sacher torte sem er sérstök tegund af súkkulaði köku. Á aðfangadag eru austurríkismenn með gæs, svínakjöt og súkkulaði búðing á matseðlinum meðal annars.
Tékkland.
Eins og í Austurríki þá eru Tékkar með Carp (steiktur ferskvatnsfiskur) og meðlætið er kartöflusalat og er þetta borðað á aðfangadag.
Finnland.
Finnar eru yfirleitt með hlaðborð á jólunum. Þar má finna marga mismunandi rétti eins og t.d svínakjöt sem þeir borða með sinnepi og brauði. Fiskur er einnig borinn fram og eru það aðallega graflax og reyktur silungur. Meðlæti með þessu eru ýmsir pottréttir ásamt kartöflum.
Portúgal.
Í landi þurrkaðs og saltaðs þorks að þá sleppur jólamaturinn ekki frá þessum kræsingum. Á aðfangadag þá borða portúgalar soðinn þurrkaðan saltan þorsk og meðlætið er soðið kál, kartöflur, soðin egg, baunir, laukur og fleira. Með þessu nota þeir mikið af ólífu olíu.
Slóvakía.
Jólamaturinn er borðaður á aðfangadag í Slóvakíu. Þar er byrjað að borða um 5 leytið. Kvöldmaturinn er Oplátky sem eru þunnar vöfflur með hunangi og hvítlauk. Einnig er súrkálssúpa sem borin er fram með þurrkuðum sveppum og pylsum (stundum þurrkuðum plómum).
Stóra Bretland.
Jólamaturinn á Bretlandi eru borðaður 25.desember. Þar eru á borðum kalkúnn, einnig er oft gæs, kjúklingur, önd eða fashani hafður í staðinn fyrir kalkúninn. Þetta er borið fram með fyllingu, sósu og oft beikonvöfðum pylsum og steiktum kartöflum. Í eftirrétt er yfirleitt það sem þeir kalla jólabúðing eða þeir eru með Triffle.
Kanada.
Í enska hluta Kanada er jólamaturinn afar svipaður og þessi sem er á borðum í Bretlandi. Kalkúnn með fyllingu, stappaðar kartöflur, sósa, trönuberjasósa, grænmeti og í eftirrétt eru rúsínu búðingur, graskers baka eða ávaxtakaka. Þeir drekka "eggnog" sem er búinn til úr mjólk og áfengi.
Í franska hluta Kanada eru hefðirnar eins og í Frakklandi.
Ástralía.
Þar sem jólin eru á sumartíma í Ástralíu þá borða þeir oft sína hátíðarmáltíð í hádeginu. Yfirleitt er borinn fram kaldur matur eins og t.d. svínakjöt, kalkúnn og kjúklingur ásamt trönuberjasósu. Meðlæti er steikt grænmeti. Einnig er vinsælt að hafa grillveislur um hátíðirnar til að forðast að vera inni í hitanum með sjóðheitann bakarofinn á í ofaálag. Ástralir bera einnig fram mikið af sjávarfangi. Má nefna, rækjur, humar og fisk. Í eftirrétt eru oft borin fram fersk kirsuber og mangó.
Brasilía.
Í Brasilíu er jólamaturinn svo sannarlega veisla. Hún er borin fram að kvöldi 24.desember og er afar mikið af mat í boði. Mikið er af grænmetisréttum og má þar nefna Couve a Mineira sem er eins konar kál og er það baðað í hvítlauk. Ferskir ávextir og auðvitað brasilískar hnetur. Fullar skálar af litríkum hrísgrjónum og bakkar fullir af skinku og fersku salati eða kartöflum. Aðalrétturinn er steiktur kalkúnn. Sumir hafa þó steikt svínakjöt, kjúkling eða fisk. Í eftirrétt eru sítrónu kaka, hnetubaka, súkkulaði kaka og panettone (það er sætt brauð).
Það er sumt líkt en afar margt ólíkt með okkar jólamat og þeim sem aðrar þjóðir leggja sér til munns um hátíðirnar.
Verði ykkur að góðu.