Of margir fá ekki ráðlagðan dagskammt af kalki og D-vítamíni. Þetta er vandamál alls staðar í heiminum og áætlað að 1 milljarður fólks sé með of lágan styrk D-vítamíns í blóði sínu. Dæmi um þetta finnast í öllum þjóðernishópum og öllum aldurshópum. Heilsufarskönnun, sem gerð var í Kína árið 2002 sýndi t.a.m. fram á. að undir 10% kínverskra borgara fengu ráðlagðan dagskammt af kalki úr fæðu sinni. Langvinnur kalkskortur, sem ekki er brugðist við, getur haft alvarlegar afleiðingar, s.s. beinmeyru og beinþynningu.
Beinþynning hefur verið skilgreind sem barnasjúkdómur með öldrunarsjúkdómsafleiðingum sem merkir að heilbrigði beina er mótað snemma í bernsku; eða öllu heldur í móðurkviði. Slæmt næringarástand móður getur haft áhrif á vöxt fóstursins og beinagrind þess. Það hefur verið tengt við lækkað steinefnamagn í beinum minnkandi getu beinanna til að ná sinni hámarks beinþéttni sem síðar eykur hættu á mjaðmarbrotum á fullorðinsárum.
Æsku- og unglingsár eru mikilvægasti tíminn fyrir vöxt beina, bæði stærð þeirra og styrk. Um það bil helmingur beinþéttninnar byggist upp á þessum árum. Beinin halda áfram að stækka og þéttast fram til 25 ára aldurs þegar hámarks beinþéttni er náð.
Með því að hjálpa börnum í uppvextinum til þess að ná sem mestum styrk beinanna, leggja þau inn í beinabankann sinn sem þau geta síðan tekið út úr á efri árum. Beinendurmyndum hjá börnum og unglingum er hröð þ.e. þau byggja upp beinvef hraðar en þau brjóta hann niður sem er eðlilegt beinendurmyndunarferli og nær hámarki um 25 ára aldur. Eftir þau ár helst jafnvægi og síðan á eftir árum er niðurbrot beinanna meira en endurmyndunin. Talið er, að með 10% aukningu í hámarks beinþéttni (mestu beinþéttni sem viðkomandi getur öðlast) sé hægt að tefja þróun beinþynningar um 13 ár.
Formaður alþjóða beinverndarsamtakanna IOF Prófessor John Kanis sagði eftirfarandi:
Beinagrindin er afar lík húsi. Hana þarf að byggja upp með réttum efnum til að hún verði sterk og svo þarf sífellt að viðhalda styrknum til að koma í veg fyrir skemmdir. Þess vegna er mikilvægt að borða holla og góða fæðu s.s. mjólkurafurðir, feitan fisk, ávexti og grænmeti sem gefa okkur þau næringarefni sem eru lykilbyggingarefni fyrir sterk bein.
Judy Stenmark framkvæmdastjóri IOF bætti við:
99% af hverju kg af kalki sem finnst í meðal líkama eru geymd í beinunum sem sýnir hvers vegna við þurfum að ná ráðlagðum dagskammti af þeim næringarefnum sem nauðsynleg eru til beinmyndunar og til þess að viðhalda sterkum beinum. Ég hvet alla að taka próf í kalkreikninum á vef samtakanna til að kanna hversu mikið kalk þeir eru að fá og hvort ráðlögðum dagskammti sé náð auk þess að fá ráðleggingar um hvernig hægt er að tryggja sér kalkið.
Heimild: beinvernd.is