Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun enda sýna þær að heilsueflandi umhverfi bætir líðan nemenda, stuðlar að bættum námsárangri og dregur úr brottfalli.
Hvers konar verkefni er um að ræða?
Verkefnið býður upp á heildræna stefnu í forvarnar- og heilsueflingar-
málum sem gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og jafnframt mynda á hagnýtan hátt skýran ramma utan um þennan almenna málaflokk.
Verkefnið hefur verið þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), undir formerkjum HoFF samstarfsins.
Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu,hreyfingu, geðrækt og lífsstíl, en að loknu einu undirbúningsári er eitt viðfangsefni tekið fyrir á hverju skólaári. Því eru viðfangsefnin jafn mörg og námsár flestra framhaldsskólanema, þegar verkefnið hefur hafist formlega með viðeigandi upphafshátíð og afhjúpun skiltis.
Þegar skólinn hefur uppfyllt lágmarkskröfur gátlista Heilsueflandi framhaldsskóla öðlast hann bronsviðurkenningu, en silfur og gull eru í boði fyrir þá skóla sem uppfylla fleiri atriði gátlistanna og strangari kröfur. Gátlistarnir eru þróaðir af stýrihópum, sem taka faglegt tillit til þess sem verkefnið felur í sér, og eru jafnframt að hluta til unnir í samvinnu við skólana vegna umhverfis, aðstæðna og áherslna skólanna.
Nú eru þátttökuskólarnir 31 talsins og eru þeir mislangt á veg komnir í verkefninu, en forrystuskóli verkefnisins er Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.
Heimild: landlaeknir.is