Þegar vekjaraklukkan hringir og hann hleypir þér ekki úr rúminu strax því hann vill “spúna”. Sem er frábær afsökun fyrir því að liggja aðeins lengur uppí, annars færir þú að hamast á "snúúsinu" og þá ertu hálfpartinn búin að gefast upp á deginum áður en hann byrjar.
Hann kemur þér á óvart með heimalöguðum eftirrétt þegar þú kemur seint heim úr vinnunni, bara til að sýna þér að hann elskar þig. Svo er ekkert eins heitt og karlmaður sem kann að búa til súkkulaðibúðing sem er svo góður að þú segir vinkonunum frá því daginn eftir.
Hann nennir að gera eitt og annað fyrir þig sem hann veit að þér finnst leiðinlegt og sérstaklega ef það er kalt úti og það þarf að fara í búðina eða fatahreinsunina. Jafnvel vantar mat handa kisu, klósettpappír eða túrtappa. Honum er saman, hann elskar þig.
Stundum þegar þú ert í vinnunni þá áttu það til að gleyma þér og þú hálfpartinn stynur af vellíðan. Vegna þess að vera ástfangin er það sem skiptir máli, það gefur lífinu mikinn tilgang.
Ef það er eitthvað sem þú borðar ekki eða ert með ofnæmi fyrir og hann hættir að borða það líka. Þú verður enn spenntari fyrir framtíðinni og ferð að hugsa um barneignir.
Hann veit nákvæmlega hvað þú vilt í rúminu. Og það sem meira er, hann vill fyrst og fremst að þú fáir þitt og hættir ekki fyrr en þú hefur klárað.
Hann þekkir allar vinkonur þína og veit um allt drama sem er í kringum þær. Þannig getur þú rætt þessi mál við hann eins og hann sé ein af vinkonunum.
Hans líkamslykt er afar róandi og þér finnst engin lykt betri. Þú gætir ekki ímyndað þér rúmið þitt án hans.
Hann hugsar um blómin á heimilinu því hann veit að þú drepur þau bara. Já, meira segja kaktusar dóu í þinni umsjá.
Hann horfir ekki á einn einasta þátt af Scandal eða Orange Is the New Black og hvað þá Homeland, án þín. Hjartað þitt bara bráðnar.
Þig hlakkar til að koma heim til hans þó þú sért úti að skemmta þér með stelpunum. Oftar en ekki þá ferðu snemma heima bara til að geta knúsað hann.
Hann gefur einhleypu vinkonum þínum afar góð ráð varðandi karlmenn. Og þær hlusta á hann því stundum þurfa einhleypar konur að heyra þessa hluti frá karlmanns sjónarhorni.
Hann hefur heyrt allar þínar sögur og frásagnir milljón sinnum en honum er sama þó þú endurtakir þær aftur og aftur. Sumar af þessum sögum er orðnar að hans sögum líka.
Þið eigið fullt af einka húmor og bröndurum sem bara þið vitið um. Og þeir eru hrikalega fyndnir, þrátt fyrir að vera bara um hallærisleg heimilisverk og álíka hluti.
Hann þekkir þig svo vel að þú þarft ekki nema að gefa honum ákveðið augnaráð ef þig langar að fara úr veislu sem þér leiðist í. Hann les huga þinn af því þið eruð ástfangin.
Hann vill helst sjá þig í gallabuxum og bol en ekki einhverju nýþröngu og óþæginlegu.
Þegar hann kallar þig “babe” eins og svo margir af fyrrum kærustum gerðu, þá finnst þér það í lagi. Því þú ert hans “babe”.
Þú horfir á fótbolta með honum því hann elskar fótbolta. Þrátt fyrir að þú þolir eiginlega ekki fótbolta, þá gerir þú þetta fyrir hann.
Hann kemur þér á óvart með hlutum sem að þú sást í búðargluggum og minntist á að væru fallegir. Hann man þetta því hann elskar þig. Þetta er kannski bók sem þig langar að lesa eða kaka úr uppáhalds bakaríinu þínu. Hann færir þér blóm bara af því að það er þriðjudagur.
Hann kann textann við öll uppáhalds Beyoncé lögin þín. Ekki afþví hann fílar hana heldur vegna þess að hann hefur heyrt þig syngja þau svo oft og tala um þau að hann einfaldlega lærði textana.
Þegar þú kemur heim á blindfull af djamminu, þá klæðir hann þig úr og kemur þér í rúmið og breiðir ofan á þig.
Já, það að vera ástfangin er afar gott fyrir sálarlífið. Við á Heilsutorg.is mælum með því.
Skemmtileg samantekt frá cosmopolitan.com