Hjartastopp á sér stað þegar hjartað hættir að slá vegna bilunar í rafkerfi þess. Fólk getur stundum lifað af hjartastopp ef þeir fá fyrstu hjálp (hjartahnoð) strax og hjartastuðtæki er notað fljótt eftir áfall til að koma hjartanu í eðlilegan takt.
Um 360.000 hjartastopp utan sjúkrahúsa eru skráð á hverju ári í Bandaríkjunum, samkvæmt tölum frá Amerísku hjartasamtökunum. Aðeins 9,5 prósent af fólki sem fær hjartastopp utan sjúkrahúsa lifa hjartastoppið af.
Hér á Íslandi er talið að milli 100 og 200 hjartastopp verði árlega utan sjúkrahúss og ef þessar tölur eru yfirfærðar á okkur veruleika er líklegt að einhverjir tugir manna og kvenna láti hér lífið á hverju ári af þessum völdum.
„Þegar sjúkraflutningamenn koma á staðinn er það oft of seint“, sagði Eloí Marijon, MD, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Cedars – Sinai Heart Institute í Los Angeles.
Rannsóknin er hluti af 11 ára rannsókn í Oregon á óvæntum dauðsföllum, þar sem rannsakaðir voru 1 milljón karla í miðhluta Portland. Vísindamennirnir söfnuðu upplýsingum um einkenni og heilsufarssögu karla á aldrinum 35-65 ára sem höfðu fengið hjartastopp utan sjúkrahúss á árunum 2002-2012.
Meðal 567 karla sem höfðu fengið hjartastopp utan sjúkrahúss höfðu 53 prósent fengið einkenni fyrir hjartastoppið. Af þeim sem höfðu fengið einkenni höfðu 56 prósent fengið brjóstverk, 13 prósent höfðu fengið mæði og 4 prósent hafði fengið svima, yfirlið eða hjartsláttarónot.
Næstum 80 prósent einkennanna komu milli fjögurra vikna og einnar klukkustundar áður en hjartastoppið átti sér stað.
Flestir karlanna höfðu kransæðasjúkdóm en aðeins um helmingur þeirra hafði verið greindur með sjúkdóminn áður en þeir fengu hjartastoppið.
Vísindamenn vinna nú að því að framkvæma sambærilega rannsókn á konum.
„Lærdómurinn sem má draga af þessu er að ef þú hefur þessar tegundir af einkennum skaltu ekki hunsa þau“, sagði Sumeet Chugh, sérfræðingur og framkvæmdastjóri fyrir erfðafræðihluta hjartadeildar á Cedars-Sinai hjartastofnunninni. „Farið á bráðamóttöku strax og ekki láta hjá líða“
Þýtt of stílfært af vef Amerísku hjartsamtakanna.
Heimild: hjartalif.is