Pistillinn er skrifaður til verðandi mæðra sem hvatning til þeirra um að huga að hreyfingu á meðgöngunni og stuðla þannig að vellíðan og heilbrigði móður og barnsins sem hún ber undir belti.
Barninu þínu stendur til boða hamingjusamt og heilsusamlegt líf. Þú getur ráðið miklu um velferð þess og það hvernig þér líður á meðgöngunni og ef þú hefur ákveðið að stunda reglubundna hreyfingu hefur þú tekið gífurlega mikilvægt skref í rétta átt. Til hamingju!
Ég leyfi mér að tala fyrir hönd barnsins þíns og hvet þig eindregið til þess stunda heilsusamlega hreyfingu og heilbrigt líferni ef ekki nú – hvenær þá ? Mér er það afar mikils virði að barnið þitt verði heilbrigt og hamingjusamt og því býð ég þér sem móður þess að halda með mér í hinn undursamlega heim hollrar hreyfingar á meðgöngu.
Sjálf er ég móðir fjögurra barna. Þegar ég gekk með þau fræddist ég heilmikið um þungun kvenna en mér fannst ég aðeins fá svör við vísindalegum spurningum um vöxt og viðgang „bumbubúans“. Lítið var fjallað um mikilvægi þess að hafa hreyfingu hlut af daglegu lífi.
Það er ekki fyrr en nú upp á síðkastið sem tímarit nefna nauðsyn þess að þungaðar mæður stundi leikfimi og þýðingu þess fyrir hið ófædda barn. Birtar hafa verið niðurstöður könnunar á börnum mæðra sem stunduðu leikfimi á meðgöngunni og þau virtust ívið kraftmeiri en börn mæðra sem ekki stunduðu hreyfingu á meðgöngunni.
Það er sannað að barnið bæði heyrir í þér og skynjar þig „í koti sínu“. Er nokkur ástæða til annars en að leyfa því að njóta ánægjunnar með þér þegar þú geislar af gleði í leikfimi?
Reyndar er ég hvorki læknir né ljósmóðir. Ég lauk námi sem einkaþjálfari við íþróttaháskólann í Ungverjalandi og að námi loknu viðaði ég að mér margskonar þekkingu varðandi þjálfun ungbarna en ekki síst hafði ég reynsluna sem þarf, eigin reynslu. Ég vildi líka leyfa öðrum að njóta minnar reynslu og þekkingar, því skipulagði ég námskeið undir nafninu Hreyfiland sem er í fjórum stigum.
Megin markmiðið með námskeiðinu er að gefa barninu kost á að vaxa og þroskast með virkum stuðningi móður sinnar og aldurinn spannar frá fósturskeiði til sex ára aldurs.
Fyrsta námskeiðið er Bumbufimi - óléttuleikfimi og að því búnu tekur við Mæðrafimi þar sem barnið er virkur þátttakandi því móðirin gerir æfingarnar með barnið sér við hlið. Þriðja námskeiðið kallast Hreyfifimi og er ætlað börnum eins til 3ja ára og að lokum er námskeið sem kallast Gþ-fimi en það er ætlað 3 til sex ára börnum. Þar er byrjar sérhæfingin og sérstök áhersla er lögð á fætur barnanna, bak þeirra, jafnvægi og samhæfingu hreyfinga.
Krisztina G. Agueda, Einkaþjálfari og íþróttaþjálfari - Hreyfiland