Allir fá einhverjar hrukkur með aldrinum en ýmsir þættir eins og sólargeislar,reykingar og mengun flýta fyrir og auka hrukkumyndun.
Allir fá einhverjar hrukkur með aldrinum en ýmsir þættir eins og sólargeislar,reykingar og mengun flýta fyrir og auka hrukkumyndun.
Húðin
Húðin er gerð úr þremur lögum:
- Húðþekja (epidermis) er ysta húðlagið sem hindrar að vökvi komist inn í líkamann og þar eru húðfrumur sem framleiða litarefni (melanin) sem ráða húðlit okkar.
- Leðurhúð (dermis) er millilagið. Þar eru hársekkir,svitakirtlar og bandvefur með seigu kollagen og elastin próteinþráðum. Kollagen veitir húðinni styrk,fyllingu og eykur teygjanleika. Elastín þræðirnir viðhalda teygjanleika húðarinnar.
- Undirhúð (subcutaneous layer) er innst. Þar er fituvefur og bandvefur.
Orsakir
Með aldrinum minnkar teygjanleiki húðarinnar en það er bæði arfbundið og háð meðferð á húðinni hversu snemma hrukkur koma fram og hversu miklar þær verða.
- Aldur Með aldrinum verða margar breytingar í lögum húðarinnar sem valda hrukkum. Fituframleiðsla í ysta lagi húðarinnar minnkar,húðin þornar og virðist því hrukkóttari. Fita í undirhúðinni minnkar einnig og þá missir húðin fyllingu og verður lausari frá undirlaginu og fer að leggjast í fellingar. Eftir fertugt og sérstaklega við tíðarhvörf hjá konum minnkar framleiðslan á kollageni og elastin og við það missir húðin fyllingu,styrk og teygjanleika.
- Sólböð Útfjólubláir geislar sólarinnar og ljósabekkja eru ásamt reykingum aðalástæða ótímabærri hrukkumyndunar. Geislarnir valda því að kollagen og elastini í húðinni eyðist og þá missir hún þéttleika sinn og teygjanleika og fer að hanga.
- Reykingar Reykingar flýta fyrir öldrun húðarinnar m.a. vegna minna blóðflæði til húðarinnar sem fylgir reykingum.
- Grettur og bros Þegar húðin er ung og teygjanleg sléttíst hún aftur eftir bros-og grettihrukkur en með aldrinum vilja þessar hrukkur verða varanlegri.
Meðhöndlun
Hrukkur eru eðlilegt öldrunarferli húðarinnar og þurfa í raun enga meðhöndlun. Margir vilja þó halda sléttri húð eins lengi og hægt er og eru ýmis ráð til að viðhalda unglegri húð og minnka hrukkur.
Best er að forðast mikil sólböð og vera minnst úti þegar sólin er hæst á lofti á sumrin en þá eru útfjólublári geislar sterkastir. Ekki reykja og nota góð rakakrem.
Ekki hefur verið staðfest vísindalega áhrif hrukkukrema en krem sem innihalda retinoid og eru lyfseðilsskyld geta dregið úr fínum hrukkum.
Algengustu meðferðir við hrukkum hérlendis eru:
- Bótox Bótox inniheldur Botulin toxin A sem er efni sem blokkerar taugaboð til vöðvanna svo þeir dragast ekki saman en um leið verður húðin yfir svæðinu slétt. Bótox er sprautað í litlu magni í hrukkurnar og er gjarnan notað í hrukkur í enni milli augabrúna og í fínu broshrukkurnar í kringum augu,svokölluð krákuspor. Bótox meðferð er tímabundin og þarf að endurtaka á 4ja-6 mánaðafresti.
- Restylene og Juvederm eru hyaluronsýrur sem eru náttúrulega í húðinni og gefa fyllingu og raka. Efninu er sprautað í litlu magn í hrukkurnar og gjarnan notað í kringum munn og djúpar línur milli nefs og munnviks (broslínuna). Eins og bótoxmeðferð þá er þetta tímabundin meðferð sem þarf að endurtaka reglulega. Bótox- og hyaluransýrumeðferð er oft notuð samhliða.
- Lasermeðferð og húðslípun. Báðar þessar meðferðir ganga út á að eyða ystu húðlögunum og örva nýmyndun kollagens í leðurhúðinni (dermis). Þegar sárin gróa myndast ný sléttari og sléttari húð. Þessar meðferðir eru tímafrekari þar sem sár eru lengi að gróa.
- Andlitslyfting Skuðaðgerð þar sem auka húð og fita í neðri hluta andlits er fjarlægð og strekt á undiliggjandi vöðva-og bandvef. Þessi aðgerð endist að meðaltali í 5-10 ár.
www.oslohudlegesenter.no
http://www.visindavefur.is/
http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/wrinkles/basics/definition/con-20029887
Höfundur greinar:
Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
AF vef Doktor.is