Hann segir:
Rannsóknir síðasta einn til tvo áratugina hefur skilað gríðarlegum framförum í meðferð við svefnleysi og er óhætt að segja að um tímamót sé að ræða varðandi meðferð við þessu algenga heilsuvandamáli. Niðurstöður rannsókna á árangri hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi hafa margítrekað sýnt að meðferðin er árangursríkasta meðferðin við langvarandi svefnleysi. Sem dæmi sýndu niðurstöður þriggja stórra rannsókna sem hafa birst í Journal of the American Medical Association og Archives of Internal Medicine að hugræn atferlismeðferð var árangursríkari en svefnlyf.
Að meðaltali bætir hugræn atferlismeðferð svefn hjá um 80% af þeim sem ganga í gegnum slíka meðferð og um helmingur þeirra sem nota svefnlyf nær að hætta að taka lyfin.Mikill kostur hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi er að sá meðferðin hefur engar aukaverkanir og fólk lærir aðferðir sem nýtast til að viðhalda. . . LESA MEIRA