Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til að stemma stigu við vandanum.
Hin almenna sýn á mataræði og heilbrigði hefur verið sú að einstaklingar þurfi einfaldlega að borða færri kaloríur, helst í formi minni fitu, og hreyfa sig meira til að halda sér heilbrigðum og í kjörþyngd.
Reynsla margra og rannsóknir síðustu ára benda hins vegar til þess að málið sé ekki svona einfalt - að þetta sé ekki aðeins spurning um hvað líkaminn geri við matinn og orkuna úr honum, heldur hvað maturinn gerir líkamanum. Mismunandi matvæli hafa nefnilega mismunandi áhrif á hormón og efnaskipti líkamans.
Ýmsir vinklar verða skoðaðir, þar á meðal: Hvers vegna fitnum við? Hversu skaðlegur er sykur? Er mettuð fita slæm? Hvað vitum við um áhrif kólesteróls og insúlíns á hjartasjúkdóma? Hver eru áhrif lágkolvetnamataræðis eða grænmetisfæðis á líkamann?
Hvað annað þurfum við að huga að til að viðhalda eigin heilbrigði og vellíðan?
Kynnir er Maryanne Demasi, þáttastjórnandi í Catalyst, vinsælasta vísindaþætti ástralska sjónvarpsins og verndari ráðstefnunnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu er að finna á www.foodloose.is
Fyrir hönd Icelandic Health Symposium, sem heldur ráðstefnuna:
Guðmundur Jóhannsson lyf- og bráðalæknir, framkvæmdastjóri
Axel F. Sigurðsson PhD, sérfræðingur í hjartalækningum
Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari BSC, MPM, formaður SÍBS
Dr Thomas Ragnar Wood, BA BM BCh og PhD fellow við UiO í Osló
Guðrún Arna Jóhannsdóttir, sérnámslæknir í lyflækningum"