Þegar það hrekkur ofan í barn þá stíflast öndunarvegurinn og barnið nær ekki að anda eðlilega. Eins með fullorðna, öndunarvegur þeirra getur stíflast að hluta til eða alveg þegar matur hefur fest sig í hálsinum.
Hjá börnum er áhættan ekki bara þegar barnið er að borða, heldur eru það líka smáhlutir sem þau setja upp í sig og kyngja þannig að öndunarvegur getur stíflast alveg. Ef barn er að kafna þarft þú að vera snögg(ur) að meta aðstæður til að sjá hvað er best að gera til að losa stífluna og hvort þú þurfir að hringja í 112.
Barn sem er að kafna verður auðvitað hrætt og getur stífnað upp því það nær ekki að gráta, hósta eða anda.
Fylgdu þessum ráðum á meðan þú býður eftir sjúkrabílnum. Og það er mjög mikilvægt að fylgja öllum leiðbeiningum sem að þér voru gefin þegar þú hringdir í 112. Það gæti bjargað barninu þínu og opnað öndunarveginn að einhverju leiti.
- Leggðu barnið á magann ofan á fremri handlegg eða á lærið og passaðu að hafa höfuð barnsins sem lægst niðri. En haltu við höfuðið.
- Sláðu fimm sinnum á bakið á barninu, á milli herðablaðanna með neðri hluta lófans.
- Stoppaðu á milli hvers höggs og athugaðu hvort að stíflan hafi losnað - skoðaðu munninn á barninu og losaðu um stífluna ef þú sérð hana augljóslega. Alls ekki troða fingrunum ofan í kokið á barninu nema þú sjáir það sem er að valda köfuninni. Þú gætir óvart ýtt því sem barnið er að kafna á lengra niður í öndunarveginn.
- Ef að öndunarvegurinn er ennþá stíflaður skaltu þrýsta fimm sinnum á brjóstkassann á barninu.
- Stoppaðu eftir hvert skipti og skoðaðu hvort að stíflan hafi losnað.
- Ef öndunarvegurinn er ennþá stíflaður eftir þrjár umferðir af því að slá á bakið og þrýsta á brjóstkassann, sendu þá eftir hjálp.
- Hringdu í 112 á stundinni.
- Haltu samt áfram að slá létt á bakið og brjóstkassann á meðan þú bíður eftir sjúkrabílnum.
Að þrýsta á brjóstkassa á barni undir 1.árs.
Hjá börnum sem eru undir eins árs þá má nota þrýsting á brjóstkassann í neyð ef öndunarvegur er stíflaður. Alls ekki þrýsta á magasvæðið á börnum undir eins árs aldri.
- Leggðu barnið á framhandlegg og hafðu barnið á bakinu með höfuðið lágt. Passa að styðja vel við bakið og höfuð.
- Þrýstu fimm sinnum á brjóstkassann og notaðu tvo fingur, ýttu niður en samt örlítið uppá við. Í átt að höfðinu.
- Athugað eftir hvern þrýsting hvort öndunarvegur sé ennþá stíflaður með því að skoða upp í barnið og sjáir þú eitthvað sem er augljós valdur þess að barnið getur ekki andað, fjarlægðu það þá strax. Alls ekki troða fingrum ofan í kok barnsins nema þú sjáir það sem er að valda öndunarerfiðleikunum.
Fylgikvillar.
Þegar loksins er búið að hreinsa öndunarveginn hjá barninu geta fylgikvillar fylgt í kjölfarið seinna. Barnið gæti verið með stöðugan hósta eða átt erfitt með að kyngja. Ef svo er þá þarf að hafa tafarlaust samband við lækni.
Fleiri greinar sem tengjast þessu má lesa HÉR.