Nýrnasteinar eru smáar harðar útfellingar kalsíumkristalla sem safnast fyrir í nýrnaskjóðu. Nýrnaskjóða rennur saman við þvagleiðara sem nær niður í þvagblöðru.
Nýrnasteinar eru smáar harðar útfellingar kalsíumkristalla sem safnast fyrir í nýrnaskjóðu. Nýrnaskjóða rennur saman við þvagleiðara sem nær niður í þvagblöðru.
Steinarnir verða til ef styrkur kalsíumkristallanna í þvaginu er of hár. Algengast er að steinarnir séu úr kalsíumoxalati eða kalsíumfosfati. Nýrnasteinar gefa sig oft til kynna með skyndilegum og miklum verkjum í baki eða síðu, og geta leitt niður í nára. Allt að 10% karlmanna og kvenna fá einhvern tíman einkenni frá nýrnasteinum. Dæmigert er að karlmenn á milli þrítugs og fimmtugs sem eru hraustir að öðru leyti finni fyrir einkennum. Sá sem hefur einu sinni fengið einkenni frá nýrnasteini er líklegur til þess að fá þau aftur innan 2-3ja ára. Nýrnasteinar eru misstórir. Sumir eru á stærð við sandkorn, þá er talað um nýrnasand. Aðrir eru svo stórir að þeir fylla út í nýrnaskjóðuna. Nýrnasteinar valda ekki verkjum í öllum tilfellum. Þeir geta fundist fyrir tilviljun á röntgenmyndum eða við ómskoðun.
Hver eru einkenni nýrnasteina?
- Verkir eru lang algengasta einkennið.
- Verkirnir byrja mjög skyndilega og eru oftast öðru megin í bakinu. Þeir geta leitt út í kvið, niður í nára og jafnvel niður í klof.Nýrnasteinakast getur verið það sársaukafullt að ómögulegt er fyrir sjúklinginn að vera kyrr.
- Verkirnir koma í kviðum, þess á milli er einstaklingurinn nær verkjalaus.
- Nýrnasteinar eru smáar harðar útfellingar kalsíumkristalla sem safnast fyrir í nýrnaskjóðu. Nýrnaskjóða rennur saman við þvagleiðara sem nær niður í þvagblöðru. Steinarnir verða til ef styrkur kalsíumkristalla í þvag er of hár. Algengast er að steinarnir séu úr kalsíumoxalati eða kalsíumfosfati.
- Nýrnasteinar eru skyndilegir og miklir verkir í baki eða síðu sem geta leitt niður í nára. Allt að 10% karlmanna og kvenna finna fyrir einkennum frá nýrnasteinum. Dæmigert er að karlmenn á milli þrítugs og fimmtugs sem eru hraustir að öðru leyti finni fyrir einkennum. Sá sem hefur einu sinni fengið einkenni frá nýrnasteini er líklegur til þess að fá þau aftur innan 2-3ja ára.
- Nýrnasteinar eru misstórir. Sumir eru á stærð við sandkorn, þá er talað um nýrnasand. Aðrir eru svo stórir að þeir fylla út í nýrnaskjóðuna.
- Nýrnasteinar valda ekki verkjum í öllum tilfellum. Þeir geta fundist fyrir tilviljun á röntgenmyndum eða við ómskoðun.
- Verkjunum fylgir yfirleitt ógleði og uppköst.
- Blæðing: Nýrnasteinar geta sært slímhúð nýrnaskjóða eða þvagleiðara. Þannig kemst blóð í þvagið. Blóðið er ekki alltaf sjáanlegt en hægt er að greina það með rannsóknum á þvagi.
- Tíðar sýkingar í þvagfærum geta orsakast af nýrnasteinum og jafnvel verið eina merki þeirra.
Hvað er til ráða?
Ef um nýrnasteinakast er að ræða getur verið nauðsynlegt að leita læknis til þess að draga úr verkjunum.
- Ef steinninn er minni en hálfur sentimetri varir kastið oftast einungis í nokkra klukkutíma, eða þangað til steinninn eða sandurinn skolast út með þvaginu.
- Steinar geta verið í marga daga að ganga niður ef steinninn situr fastur á leiðinni út.
- Annað hvort finnst ekki fyrir ferð steinssins um þvagrásina eða hún gefur snöggan verkjaseiðing þegar fólk pissar.
- Það er ætíð gagnlegt að drekka ríkulegan vökva (vatn).
Hvað getur læknirinn gert?
- Gefið verkjastillandi lyf. Oft eru notuð bólgueyðandi gigtarlyf, t.d. indómetasín, gjarnan í formi stíla, en það getur verið nauðsynlegt að gefa sterk verkjalyf.
- Ef efnasamsetning steinsins er greind má reyna beita fyrirbyggjandi meðferð sem miðast að því að minnka styrk þess efnis sem fellur út í nýrunum og myndar steina. Það getur t.d. verið um að ræða breytingu á mataræði eða lyfjanotkun.
Hvað er gert á sjúkrahúsinu?
- Ef nýrnasteinninn kemst ekki út með þvaginu eða ef verkirnir hverfa ekki er sjúklingnum vísað á sjúkrahús. Röntgenmynd eða ómskoðun sýnir hvar steinninn er staðsettur og hversu stór hann er. Þetta skiptir máli þegar ákveðið er hvernig steinninn skuli fjarlægður.
- Ef nýrnasteinninn kemst ekki út með þvaginu eða ef verkirnir hverfa ekki er sjúklingnum vísað á sjúkrahús. Röntgenmynd eða ómskoðun sýnir hvar steinninn er staðsettur og hversu stór hann er. Þetta skiptir máli þegar ákveðið er hvernig steinninn skuli fjarlægður.
- Í sumum tilfellum er skurðaðgerð nauðsynleg. Í öðrum tilfellum er steinninn fjarlægður með hjálp þvagleggs. Þvagleggnum er annaðhvort komið fyrir í nýrnaskjóðunni, þ.e.a.s. stungið er beint á nýrað, eða hann þræddur upp í gegnum þvagrásina, þvagblöðruna og þvagleiðarann.
Hvernig eru nýrnasteinar muldir?
- Nýrnasteinar eru muldir með hjálp hljóðbylgna. Þessi aðferð verður æ algengari. Hér á landi er eitt slíkt tæki og er það staðsett á Landspítalanum.
Hverjar eru horfurnar?
- Eins og áður var nefnt getur fólk fengið köst nokkrum árum seinna og sumir mega búa við endurtekin köst þrátt fyrir meðhöndlun. Steinarnir skaða sjaldnast nýrun.
Heimild: doktor.is