- Þetta byrjar allt í heilanum, hann kemur þér í svefnham og þegar þú nærð REM svefni þá er slökkt á vöðvahreyfingum. Allur líkaminn er lamaður, fyrir utan augun.
- Á meðan þú sefur eru heilasellurnar á fullu. Sumir sérfræðingar trúa því að draumar komi frá þeim hluta heilans sem hugsar og þegar þú ert í þessum djúpsvefni að þá er hluti heilans að reyna að átta sig á þessum merkjum sem heilinn er að gefa frá sér.
- Hluti af fremri heilaberki, sá hluti heilans sem geymir gáfurnar er “offline”. Án rökhugsunar eða dómgreindar þá eiga reglurnar um tíma og rúm ekki við. Sem sagt, í eina mínútu ertu kannski rennandi sveitt að taka próf í fagi sem að þú hefur aldrei verið í eða að þú heldur að þú sért að fljúga.
- Þó það sé ekkert fyrir augun að horfa á að þá er heilabörkurinn að vinna allskyns myndir sem að lifna við í draumunum. Þetta er ástæðan fyrir því að þér finnst þú geta séð allt sem að er að gerast í heilanum.
- Okkur dreymir mest í REM svefni. Einnig geta komið nætur þar sem þig dreymir ekkert.
- Flestir sem að dreyma, muna ekki draumana. Sérfræðingar vita ekki nákvæmlega afhverju það gerist.
- Staðreyndin er sú að vísindamenn hafa afar skiptar skoðanir á því hvers vegna okkur dreymir og að okkur finnist við vera að gera það sem okkur dreymir. Sumir draumar gætu verið að hjálpa þér að vinna úr flóknum atvikum sem gerst hafa í lífinu.
Heimildir: womanshealthmag.com