Afar algengt vandamál
Hvað orsakar hægðartregðu ? það liggur augljóst fyrir, eða ætti að gera það. Mataræðið inniheldur of lítið af trefjum, þú dregur það að fara á klósettið aftur og aftur, drekkur allt of lítið af vatni og hreyfir þig nánast ekki neitt.
En hægðartregða orsakast einnig út af öðru minna þekktu dæmi, að meðtöldum sumum lyfjum og fæðubótaefnum og einnig mögulegum alvarlegum sjúkdómi.
Vanvirkni Skjaldkirtils
Vanvirkur Skjaldkirtill hægir á efnaskiptum í líkamanum og meira að segja í maganum líka.
Ekki allir sem að eru með vanvirkan skjaldkirtil þjást af hægðartregðu, ekkert frekar en að þeir sem þjást af hægðartregðu séu með vanvirkan skjaldkirtil.
En, “þegar ég sé unga manneskju sem þjáist af hægðartregðu sem er meira en kallast eðlilegt að þá skoða ég skjaldkirtilinn” segir Carla H. Ginsburg, MD. En hún er aðstoðar prófessor í lyfjafræði við Harvard Medical School í Boston.
Verkjalyf
Verkjalyf og þá sérstaklega þessi sem eru slævandi geta orsakað hægðartregðu.
“mikið af þeim nemum sem að taka í sig slævandi verkjalyf eru í meltingaveginum þannig að afar oft þá stíflast allt þar”. En þetta segir Thomas Park, MD en hann er meltingasérfræðingur við Háskólann í Rochester Medical Center Park í New York. “ allir sem þurfa að taka slævandi verkjalyf ættu að vera settir á hægðarlosandi lyf með þeim” segir Park.
Sumar rannsóknir (ekki allar) hafa sagt að það sé hætta á hægðartregðu hjá fólki sem að notar mikið lyf eins og asperín eða íbúfen.
Vítamín
Vítamín eru ekki orsök hægðartregðu, eða vanalega ekki. En sum efni eins og kalk og járn geta orsakað vandamál.
“ Ég segi sjúklingum að hætta að taka járn eða kalk, nema þeir þurfi virkilega á því að halda. Ef sjúklingar sem fá hægðartregðu út af kalki og járni að þá set ég þá á hægðarlosandi lyf með” segir Dr. Ginsburg sem er talsmaður fyrir American Gastroenterological Association.
Of mikið af mjólkurvörum
Mataræði sem er ríkt af ostum og öðru sem inniheldur engar trefjar eins og egg og kjöt getur hægt á meltingunni.
Augljósa lausnin? Minnkaðu þessar tegundir af mat í þínu mataræði og taktu trefjar, 20 til 35 gr á dag.
“Ef þú ætlar að fá þér ost og rautt kjöt og egg, vertu þá viss um að hafa gott salat með eða annað sem inniheldur trefjar” segir Dr. Park. Og alltaf skal forðast að borða skyndibita og unnin mat.
Þunglyndislyf
Það er algengt að þunglyndislyf orsaki hægðartregðu. En með nýrri lyfjum sem eru gefin í dag að þá er þetta næstum úr sögunni. Hafa skal samt í huga ef þú ert að taka þunglyndislyf að borða trefjaríkafæðu.
Þunglyndi
Kaldhæðið að sjúkdómurinn sem þú þarft að taka þunglyndislyf við skuli sjálfur geta orsakað hægðartregðu. Eins og vanvirkur skjaldkirtill að þá hægir þunglyndi á meltingunni og það hefur áhrif á iðrin.
Fólk sem að er með iðrabólgur sem má tengja við þunglyndi fær mjög gjarnan hægðartregðu að sögn Dr. Parks.
Iðrabólgu sjúkdómar
Iðrabólgu sjúkdómar felur í sér ástand sem að er krónískt – Crohn´s sjúkdóminn og sáraristilbólgur. Báðir þessir sjúkdómar orsaka krampa, þyngdartap, blóðugar hægðir og önnur heilsufarsleg vandamál. Stöðugur niðurgangur er eitt af einkennum þessara sjúkdóma. En einnig getur hægðartregða verið einkenni.
Barnsfæðing
Hægðartregða er afar algeng hjá ófrískum konum. En fæðingin sjálf getur verið vandamál. Vanalega er það vegna seinfæra magavöðva eða ef að gefið er verkjalyf við hríðarverkjum.
Einnig eftir fæðingu er allt svæðið þarna niðri afar viðkvæmt og oft eru konur hræddar við að rembast á klósettinu. Þetta getur orsakað hægðartregðu og oft gyllinæð.
Heimildir: health.com