Þegar fólk gengur í háum hælum verður mikið álag á tábergið en þegar gengið er í ákveðnum gerðum af flatbotna skóm getur álagið á hælinn orðið mikið og oft vantar allan stuðning við ilina.
Þegar álagið er ekki rétt á fótinn getur það haft í för með sér verki í hnjám og baki og til lengri tíma litið getur það skaðað stoðkerfi líkamans. Tískuvefur Huffington Post fékk tvo bæklunarlækna Dr. Cunha og Hillary Brenner til að gefa góð ráð þegar kemur að því að velja skó. Að sjálfsögðu er það lögun fótanna sem skiptir mestu máli þegar heppilegir skór eru valdir. Sá hluti skósins sem umlykur tærnar á að beygjast upp og vera nógu rúmur til að hægt sé að hreyfa tærnar á eðlilegan hátt. Í öðru lagi á að vera góður stuðningur við hælinn og hann á að vera um það bil 2,5 cm þykkur Undir ilinni á að vera púði og stöðugt undirlag.
Læknarnir gáfu svo mismunandi skóm einkunn út frá heilsufarssjónarmiðum. Skalinn sem var notaður var frá einum og upp í tíu þar sem einn var hæsta einkunn en tíu sú lægsta.
Lægstu einkunnina fengu támjóir skór með mjóum hælum. Sumum kann að bregða í brún þegar kemur að hælahæðinni því Chuna og Brenner eru sammála um að skór með hærri hæl en 0,5 cm geti verið skaðlegir. Eftir því sem hælarnir hækka því ver fara skórnir með fæturna og stoðkerfið. Dr. Brenner gaf támjóum háhæuðum skóm einkunnina 9,75 og Cunha 9,5. Læknarnir segja að ef fólk gangi að staðaldri í skóm með mjóum hælum jafnvel þó hælarnir séu lágir geti það valdið því að taugar klemmist og sinar styttist. Þeir ráðleggja þeim sem vilja ganga í slíku skótaui að takmarka notkunina við tvo til þrjá tíma á dag. Þeir mæla líka með því að fara úr þeim öðru hvor og gera æfingar eins og teikna upp stafrófið með fætinum eða töluna átta.
Strandtöflur eða „flip flops“ skora heldur ekki hátt. Dr. Brenner gefur þeim falleinkunn eða 10 Dr. Cunha er örlítið mildari í sinni einkunnagjöf og gefur 9. Algengustu strandtöflur eru ekki með neinn stuðning við ilina. Sá sem gengur í þeim neyðist til að kreppa tærnar til að halda skónum á fætinum. Hvert sinn sem þú stígur niður kreppast tærnar og það getur leitt til þess að þær kreppist varanlega, segja læknarnir
Ballerínuskór eru í uppáhaldi hjá mörgum. En þeir skora ekki hátt hjá sérfræðingunum. Brenner gefur þeim einkunina 9,75 og Cunha 8,5. Læknarnir segja að það vanti stuðning við ilina og það sama gildi um hælana. Þegar fólk gangi í ballerínuskóm komi slæm högg á hælana. Slíkir skór geti valdið ilsigi og skaðað stoðkerfi líkamans.
Þeir Brenner og Cuhna eru heldur ekki hrifnir af lélegum íþróttaskóm. Sá fyrrnefndi gefur þeim 9 í einkunn og sá síðarnefndi 7. Þeir segja að þó að skórnir séu þægilegir skorti oft nauðsynlegan stuðning við hælinn. Læknarnir segja að vissulega séu flestir íþróttaskór betri en háhælaðir skór. Þeir geti gagnast ágætlega ef fólk ætlar ekki að nota þá til annars en fara út í búð á þeim. En um leið og fólk ætlar að nota þá til að skokka í þeim eða stunda aðra líkamsrækt komi vankantar þeirra í ljós, segja Brenner og Cuhna.
Þeir félagar eru heldur ekki ýkja hrifnir af töfflum. Brenner gefur þeim átta í einkunn en . . . LESA MEIRA