Eitthvað sem allir ættu að lesa og kynna sér.
Það er búið að taka mig í kringum 3-4 ár að skrifa þennan status, fyrst langaði mig að gera það en þorði því ekki. Á endanum lagði ég þetta til hliðar, en skrifaði samt punkta hjá mér. Þegar #egerekkitabu kom til leiks, langaði mig mikið að birta þetta en gerði það samt ekki. Sofnaði í fyrrinótt og dreymdi um að birta þetta auk þess sem ég hugsaði varla um neitt annað í ræktinni í fyrradag. Þetta er langur en samt að mínu mati þarfur punktur í umræðu síðustu mánaða.
Gerið ykkur grein fyrir því að næstum því 1/3 af allri þjóðinni er í erfiðleikum með að eignast barn. Samkvæmt skilgreiningum sem ég hef lesið þá er það ef það þið humpist eins og unglingar án getnaðarvarna í meira en 6 mánuði án þess að verða ólétt, þá er það skilið svo að þið eigið í erfiðleikum.
Ég og Selma erum búin að reyna að eignast barn í núna tæp 6 ár. Ef þú vilt ekki lesa meira og vilt forðast grátur, lokaðu þá bara fucking glugganum eða símanum og gleymdu þessu.
Ég mun aldrei gleyma því, á ísköldum vetrardegi 2010 á local pöbbnum okkar í New York (þar sem hún/við vorum í námi) eftir ca 4 bjóra þá ákvað ég loksins að spyrja Selmu spurningu sem mig langaði að spyrja hana á fyrsta stefnumóti. " Hey er ekki kominnn tími til að við eignumst barn saman". Hún var svo hjartanlega sammála mér, henni langði líka að tala um þetta. Við tókum ákvörðun að eftir að við myndum flytja heim þá myndum við hætta á getnaðarvörnum og ríða eins og unglingar, sem við gerum.
Við tóku nokkur ár, þar sem okkur var svo sem kannski ekki alveg sama. En við áttuðum okkur á að þetta gæti tekið tíma. Við fórum að lesa um tíðarhring kvenna og fórum að humpast eins kanínur á þeim tíma. En ekkert gerðist, við fórum að lesa okkur til og rétt um 2013 fórum við í fyrsta skiptið til Art Medica.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um það fyrirtæki, en ætla samt að láta það flakka. Við fórum í viðtal þar sem það liggur við að það eina sem læknirinn talaði um var að við værum svo ung, við þyrftum ekki að hafa áhyggjur. OKOK !!!, við skulum ekki hafa áhyggjur. Hann mældi með tæknisæðingu. Við fórum í það og þið sem hafið verið í sveit, það eina sem ég vonaði var það að hann væri ekki með jafn stóra hanska og þegar dýralæknirinn kemur og sæðir kýrnar.
Fórum í nokkrar þannig en ekkert gekk. Art Medica er samt frekar fyndið fyrirtæki. Þeir trúa því ekki sem flest fyrirtæki trúa þ.e.a.s að bóka tíma fyrir viðskipavini. Fólk á bara að standa í röð fyrir utan áður en það opnar og hlaupa inn til þess að fá fyrsta númer.
Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk fyrirmæli fyrir fyrstu tæknisæðingunna hjá Selmu, það hljómaði nokkurnveginn svona "sko þú ferð í skurtu og þrífur titlinginn á þér vel og vandlega og ekki gleymda undir forhúðinni og svo bara rúnkar þú þér og setur allt brundið í þetta glas hérna..... og mundu við verðum að fá fyrsta dropann og sérstaklega líka síðasta dropann".
Fyrir mörgum hljómar þetta eins og virkilega gróf klámmynd en bara glas í staðinn fyrir eitthvað annað
Þetta geri ég eitthvað í kringum 07:30 og bruna til Art Mecidca. Ég mæti svo klukkan 07:45 (Art Medica opnar klukkan 8) til þess að vera örugglega sá fyrsti í röðinni, en nei það eru örugglega ca 6 manns á undan mér í röðinni og rétt áður en það opnar eru ca 10 manns á eftir mér í röð. Það besta við þetta allt saman er að ég veit nákvæmlega hvað þeir voru að gera fyrir ca 30 mín síðan og það er ástæðan fyrir því að þeir eru brosandi og ánægðir í röð. Já allt saman frekar súrrealískt.
Eftir nokkrar svona misheppnaðir meðferðir (fyrir utan að mér tókst mjög vel að runka mér í bolla) þá var tekin ákvörðun um glasafrjóvgun. Hún kostar í dag eitthvað í kringum 450.000. Kostaði þá eitthvað í kringun 400.000. Við fórum í það og það ferli er allt frekar absúrd. Það er dælt hórmónalyfjum í hana Selmu, fyrir ykkur sem hafa verið ólétt þá er þetta ca 2 til 3 meiri hormónar sem er dælt í hana en þið upplifið. Mesta áreynsla sem nokkurn veginn hefur reynt á okkur saman, já sorry Selma, en hún varð gjörsamlega óð.
Þegar loksins kemur að þessu þarf ég enn og aftur að runka mér í bolla (já btw, ég hef trúlega runkað mér í bolla oftar en þið öll til samans svo fer ég með sýnið til Art Medica og Selma kemur og þá kemur eggjatínslan. Já þetta hjómar eins og það er, eggin eru basically tekin úr leginu hennar og svo harvestuð og sæðið mitt er sett í þau og þau frjóvguð. Við vorum heppin ef svo má segja, við erum náttla svo ung. 4 eggi í A flokki og eitt í B flokki sem var hent.
Viku eða svo seinna er komið að uppsetningu. Við mætum ásamt ca 15 öðrum pörum og allir að vonast eftir að þekkja engan þarna inni, svo tekur þú númer. Art medica var samt búið að sjá fyrir okkar kerfi.
Okkar kerfi var s.s að ég mætti ekki í skóm og hlaupa upp stigann þegar opnaði og þurfti þar með ekki að fara úr skónum eins og allir aðrir og fékk þá yfirleitt númer 1-5.
Núna var bara random hvaða númer var dregið upp úr þessum svokallaða hatti. Óþolandi gjörsamlega.
Fyrsta skiptið var samt eiginlega verst. Við mætum þarna og horfum á ca 8-10 pör fara á undan okkur og svo loksins þegar það kom að okkur þá voru við náttla svaka spennt en samt svaklega óörugg. Læknirinn kemur, þreyttur enda búinn að gera 10 svona á síðustu tveimur tímum og nennti þessu ekki sérstaklega mikið. Hann sprautar frjóvgaða egginu upp í legið á Selmu og vísar okkur á biðstofu.
Biðstofan var svo eitt stykki bíó. Art Medica tímir ekki neinu nema lökum á milli biðstöðva, þannig að þú heyrðir í öllum 8-12 pörunum sem lágu þarna, konan í hormónarugli en gaurinn/konan reyndi að hoppa á bjarsýnisvagninn. Konan yfirleitt svo deyfð að henni langaði bara að gráta og sérstaklega þegar læknarnir koma með mynd að frjóvguðu eggi í hendurnar á henni. Já þetta er í alvöru eins og að vera í miðjunni á rosalega dramatískum þætti af Dr.Phil.
Við ákváðum að frysta restina af fósturvísunum okkar, við eyddum öllu árinu 2013 hjá Art Medica. Þið munið að við vorum jú alltaf svo ung, það var nú alveg óþarfi að hafa áhyggjur. Við kláruðum síðustu uppsetningu rétt áður en við fórum í heimsókn til vinarfólks okkar í Vín. Við vissum að við ættum að taka óléttupróf hjá þeim úti en okkur var alveg sama, þetta er jú fólk sem stendur rosalega nálægt okkur.
Þetta er annað í þessu ferli sem ég gleymdi aldrei. Vinafólk okkar átti og á yndislegan son sem var eitthvað í kringum 6 mánaða á þeim tíma. Við vöknuðum á svipuðum tíma og barnið, vaknaði 06:00 og hlupum útí apótek að útskýra að okkur vantaði óléttupróf. Við loksins náðum að kaupa það og Selma fór að pissa.
Hún öskraði að það væri jákvætt. Öll íbúðin ljómaði þangað til að Selma sagði.... bíddu. Ahhhaaa fuck ég leit á þetta vitlaust þetta er neikvætt. Ég tók konuna mína og fór með í herbergið okkur og við grétum í nokkra tíma og sváfum svo til 14.
Örvar og Herdís, öll ykkar hjálp sem þið gáfuð okkur úti, ég held að ég hafi aldrei þakkað ykkur fyrir. Þið eruð fucking awesome og ég er þakkláttur að þekkja ykkur. Takk fyrir annars þetta frábæra frí sem við tölum ennþá um.
Jáhá svona er þetta, sumir geta riðið eins og kanínur og ekkert gerist, en aðrir geta ekki ekki horft á opnaðan malt tappa án þess að gerja hann.
Jáhá, viljið þið meira drama, no worries það kemur.
Eftir þetta tókum við smá breik (nokkra mánuði) áður en við vildum ákveða næsta skref. Við erum rosalega náin foreldrum hennar Selmu og fyrir það er ég gífurlega þakklátur, eins og að vinna í lóttói.
Ég vildi skoða staðgöngumóður, ég talaði við pabba í fyrsta skiptið um þetta mál og hann fór að kanna þessa möguleika. Möguleikinn var til staðar en hann var í Englandi. Já þetta var og er víst bannað á Íslandi. Ég var til, en Selma sem ég skil rosalega vel hafði nákvæmlega engan áhuga á því að fara í sama ferli og hún var búin að fara í varðandi eggjatínslu.
Ef þið spyrjið selmu núna í dag þá vill hún einfaldlega ekki muna eftir árinu 2013. Hún var svo upplyfjuð og leið ógeðslega illa á því tímabili. Þannig að það var farið af borðinu.
Selma stakk upp á ættleiðingu snemma 2014. Ég skal viðkenna það að ég var svo sem ekkert svakaleg mikið til en ákvað að fara á námskeið á vegum íslenskrar ættleiðingar snemma 2014.
Hér skal ég glaður segja það að þetta er það besta sem ég hef nokkurn tímann gert.
Námskeiðið snérist mest um hvernig á að ættleiða en við öll þau pörin vorum samt sammála um að þetta væri eiginlega meira námskeið fyrir þau sem þyrftu að öskra og bölva Art Medica.
Heill dagur fór meira að segja í það (þetta er 3 daga námskeið). Allir sammála um að þetta væri peningaplokkandi, mannskemmandi, afsakandi og out of fucking date fyrirtæki. (btw, þau eru hætt að senda fólk í blóðprufu, því að hún er svo dýr. Við fórum og borguðum sjálf fyrir hana 1800kr, en Art Medica tímdi því ekki af okkar 400.000kr reikning !! Rukkaðu mig bara 410.000kr og gerðu þetta almennilega og tvennt, græddu meiri pening og hættu að senda mér fucking puttann og hlæja af því)
En að því sem skiptir máli.
Ég og Selma getum ekki eignast börn, allt í lagi með okkur tvö og höfum við farið í öll tékk sem eru í boði á íslandi, en við erum samt ekkert fucking tabú
Við erum búin að fara í gegnum allt ættleiðingarferlið og það hefur kostað okkur fullt af pening, en samt ekkert nálægt þeim milljónum sem við höfum látið Art Medica fá, en við erum núna í dag á þeim stað sem við erum sátt við.
Við vorum samþykkt á ættleiðingalista í Tékklandi 13. apríl og stal ég fæðingardegi bróður míns frekar mikið.
Ég t.d gleymi því aldrei þegar hann kom til mín og sagði að Birna kærsta hans væri kominn 3 mánuði á leið. Ég eiginlega hataði hann, hann er jú 5 árum yngri en ég og hann á nákvæmlega ekki neitt skilið að eignast barn á undan mér !!!
Núna hins vegar lít ég á barnið þeirra sem minn nánasta frænda og elska hann eins og minn eigin.
Eins og ég sagði þá fór ég á námskeið ásamt Selmu fyrir rúmu ári og það hefur breytt mér svakalega. Í staðinn fyrir að vera hræddur við að tala þá vil ég endilega tala. Flestir vinir og vandamenn vita þetta en common, þetta er ekkert feimnismál.
Þegar við fórum í þetta ferli þá kom vinafólk okkar til okkar og tjáðu okkur að þau hefðu gengið í gegnum það sama og væru að ættleiða. Þau eru búin að vera potturinn og pannan í öllu hjá okkur í þessari ættleiðingu. Þau fengu símtalið örlagaríka á sínum tíma og létu okkur vita og við hittum þau í mat daginn eftir, sem var svo ótrúlegt og svo skemmtilegt. Þið vitið hver þið eruð, takk fyrir að vera til og takk fyrir allt. Ykkar verður án gríns minnst að eilífu hjá okkur.
Við gætum fengið símtalið frá íslenskri ættleiðingu í dag eða eftir 5 ár, og mér gæti ekki verið meira sama svona nokkurn veginn, ég verð trúlega meira tilbúinn en flestir þegar kallið kemur, ég er búinn að fara í gegnum svo margt í þessu lífi.
Margir vinir mínir horfa á mig í dag, nýkominn frá draumaferðalaginu frá ameríku og öfunda mig að eiga ekki börn !. Munið bara grasið er alltaf grænna hinu megin. Ég myndi fórna öllu til þess að eiga barn akkúrat núna.
Mér langar að vera eins og vinahjón okkar, mig langar að hjálpa fólki sem er á svipuðum slóðum og við, munið þið að ef þið eigið 3 vinapör sem eiga ekki barn þá er trúlega eitt af þeim í erfiðleikum,
Ert þú í vandræðum með að eignast barn ? , þekkiru einhvern/einhverja sem eru í vandræðum með að eignast barn ?. Ég er til staðar fyrir ykkur, mér myndi finnast það forréttindi að fá að leiðbeina einhverjum í þessum málum. Munum að 1/3 er í vandræðum með þetta. Við erum venjuleg og ekkert að skammast okkar fyrir.
Fólk getur náð í mig og Selmu hérna og FB og ég skal lofa því að ég reyni mitt besta að hjálpa ykkur.
Jáhá, það má deila þessu, ég er til í að hjálpa öllum.
Verum skilningsrík við alla og plís ekki spyrja frænda eða frænku þína sem þú þekkir varla í jólamatarboðinu hvort að þau séu ekki fara að koma með barn. Að spyrja um hvernig veðrið sé í hafnarfirði eða hvað viðkomandi finnst um fck Sigmund Davið er miklu miklu betri ísbrjótur.
Bottom Line
sumir eignast börn, aðrir geta það ekki og síðasti flokkurinn vill það ekk.
Ég/Við erum fucking ekkert tabú
#egerekkitabu