Það þarf að svara tölvupóstum, þvo þvottinn, borga reikninga, elda kvöldmat, kaupa gjafir, hringja í mömmu og fara í ræktina.
Og já, svo endurtökum við þetta allt saman næsta dag o.s.frv. Það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins og gleyma að taka tillit til annarra. Það þarf ekki nema eitthvað lítið, eitthvað sem gerir gott eða leiðir góðu af sér og þú ert kannski búin að gleðja aðra manneskju og gera hennar dag afar góðan.
Brostu oftar framan í fólk! Byrjaðu á nágrannanum eða þessari sem afgreiðir kaffið þitt á morgnana.
Hleyptu bíl fram fyrir þig eða yfir götu og brostu til hins bílstjórans.
Keyptu auka kaffibolla á morgnana og gleddu samstarfsfélaga.
Skildu eftir sæt skilaboð handa elskunni þinni á morgnana áður en þú ferð í vinnu.
Fyrirgefðu sjálfri þér fyrir mistök sem þú gerðir. Í dag er nýr dagur – látum ekki það sem gerðist í gær eyðileggja hann.
Drekktu vatnið þitt úr margnota vatnsflösku og leggðu þannig þitt að mörkunum fyrir umhverfið.
Hafðu samband við einhvern sem að þú hefur ekki talað við lengi. Getur notað Facebook til þess nú eða bara gamla góða símann.
Skipuleggðu frí fyrir foreldrana eða einhvern sem er þér kær.
Hrósaðu ókunnugum. Þessi er í uppáhaldi hjá mér. Segðu þeim að hárið á þeim sé flott eða spurðu hvað fékkstu þessa skó, þeir eru æði. Þannig gerir þú þeira dag enn betri.
Borgaðu fyrir kaffið sem þessi fyrir aftan þig pantaði.
Gefðu föt og fleira til Rauða krossins.
Haltu lyftuhurðinni fyrir þann sem kemur hlaupandi.
Komdu á óvart og passaðu fyrir vinkonu.
Ekki flauta í umferðinni að ástæðulausu.
Vertu góð við einhvern sem að þér líkar ekki við. (þessi er erfið en framkvæmdarleg).
Hleyptu fram fyrir þig á kassanum ef manneskjan er með fáa hluti.
Bjargaðu heimilislausum ketti eða hundi.
Láttu eftir bílastæðið.
Gefðu bækur sem þú munt aldrei lesa aftur til bókasafns. Þetta hreinsar til í þínum hillum og þú kemur fyrir nýjum bókum.
Segðu elskunni þinni að hún eða hann líti einstaklega vel út í dag.
Setti auka pening í stöðumæli fyrir næsta sem leggur í stæðið.
Opnaðu hurð fyrir einhvern.
Sestu hjá einhverjum sem þú sérð að er að borða ein eða einn.
Segðu þeim sem að þú lentir í rifrildi við að þér þyki það leiðinlegt og biðstu afsökunar.
Styngdu upp á því við vinkonu þína að þig langi að ná í börnin hennar í leikskólann í dag.
Skrifaðu bréf um þakklæti til þriggja persóna sem að hafa breytt þínu lífi til hins betra.
Heimild: mindbodygreen.com