Það verður að viðurkennast að mér vöknar stundum um augun á aðventunni og um og hugurinn hvarflar til löngu liðinna daga þegar ég var barn og unglingur að alast upp á Hvanneyri í Borgarfirði.
Ég ólst upp við jólaguðspjallið sem gerði söguna um Jesúbarnið ljóslifandi í hugskoti mínu og er það minning sem mér þykir einstaklega vænt um. Þetta voru fallegir dagar og boðskapur jólanna um kærleika og frið höfðaði til mín og hef ég reynt að hafa þennan boðskap í huga alla tíð síðan og lifir hann góðu lífi innra með mér.
Ég eins og svo ótal margir aðrir set markið nokkuð hátt, stundum fullhátt þegar kemur að öllu því sem ég ætla að framkvæma fyrir jólin. Ég næ yfirleitt aldrei að komst yfir allt en læt það ekki eyðileggja fyrir mér á neinn hátt. Satt best að segja finnst mér einmitt sú staðreynd hluti af jólunum að vera ekki fullkominn manneskja og geta framkvæmt allt. Það eru samt sem áður venjurnar og hefðirnar í kringum aðventuna og jólahaldið sem eru mér kærar og ég hef gaman að því að hafa dálitla sérvisku þegar kemur að jólahaldi.
Jólamatur og hjartað
Eitt af því sem við sem lifum með hjartasjúkdóm þurfum að huga vel að á þessum tíma er maturinn. Allt þetta reykta kjöt og það sem því fylgir er okkur sumum hverjum erfitt viðureignar en það er ekki alltaf auðvelt eða ástæða til að láta þetta algjörlega í friði, en rétt að stíga varlega til jarðar.
Persónulega reyni ég að forðast hangikjöt og hamborgarahryggi í miklu magni en stenst þó ekki freistinguna að . . . LESA MEIRA