Karlmenn ganga yfirleitt hraðar en konur ( já ég veit stelpur, ég er efins um það líka). En það er satt. Ástæðan fyrir þessu er sú að göngu hraði veltur á líkamsbyggingu.
Vísindamenn hafa rannsakað þetta eins og flest annað.
Hvað gerist þegar maður og kona fara út að ganga saman? Ef einhver þarf að breyta gönguhraðanum til að ganga við hlið hins aðilans, þá eru það karlmennirnir sem hægja á sér.
Til að rannsaka þetta þá fengu þeir 11 konur og 11 menn til að ganga á íþróttaleikvangi úti við. Þau gengu ein, með vinum af sama kyni eða hinu kyninu og svo með maka
Ýmist þá hélst fólkið í hendur eða ekki.
Útkoman úr þessar tilraun er sú að þegar karlmenn ganga með konu þá hægja þeir töluvert á sér en bara ef konan er sú sem þeir eru í sambandi með eða er konan sem þeir elska.