ÞÚ ÞARFT ENGAR ÁHYGGJUR AÐ HAFA. SÝNDU ÞÓ SMÁVEGIS AÐGÆSLU.
Í fyrsta lagi: Það eru ekki miklar líkur á því að þú fáir krabbamein. Líkurnar aukast þó nokkuð þegar menn eru komnir yfir fertugt. Það þýðir að þú þarft að vera vakandi fyrir þeim einkennum sem lýst er í þessu riti. Ef einhver þeirra koma fram og eru ekki horfin eftir svona þrjár til fjórar vikur er skynsamlegast að leita læknis.
MAGI OG ÞARMAR
• Breytingar á starfsemi þarmanna (t.d. þrálátur niðurgangur, harðlífi eða vindgangur)
• Blóð eða slím í saur
• Ógleði og uppköst
• Lystarleysi
• Þú léttist að ástæðulausu
• Erfiðleikar með að kyngja
• Sársauki, t.d. að aflokinni máltíð
• Óeðlilegur þrýstingur í kvið
HÚÐIN
• Fæðingarblettir sem eru óreglulegir að lit eða lögun
• Fæðingarblettir sem breyta um lit eða lögun
• Fæðingarblettir sem þig klæjar í eða blæðir úr
• Sár sem ekki gróa
• Þrálát útbrot sem minna á exem
BLÖÐRUHÁLSKIRTILL
• Blóð í þvagi
• Vaxandi erfiðleikar við þvaglát
• Sársauki í baki eða mjaðmagrind
BRJÓST OG LUNGU
• Mjög þrálátur hósti
• Þrálát hæsi
• Mæði
• Þrálátur sársauki fyrir brjósti
• Bólgur á eða við háls
• Blóð í munnvatni
• Slappleiki og þreyta
EISTU
• Þrálát eymsli eða bólgur
• Stærðarbreytingar á eista
• Eista virðist harðna
• Afmörkuð kúla á eista
• Bólgur í fótum
• Þyngslatilfinning í pungi
• Lærðu að þreifa á pungnum
ÖNNUR HÆTTUMERKI
• Blóð í þvagi, sæði eða saur
• Aumar eða bólgnar geirvörtur
• Þrálát bólga í eitlum
• Nýir bakverkir sem ekki hverfa
• Óeðlileg þreyta eða slappleiki
• Lystarleysi
• Þú léttist að ástæðulausu
• Undarlegar kúlur og bólgur
• Endurteknar sýkingar
EF ÞÚ HEFUR EINHVER EINKENNI EÐA HEFUR GRUN UM AÐ EITTHVAÐ SÉ AÐ SKALTU LEITA TIL EINHVERRA AF EFTIRTÖLDUM AÐILUM:
• Heimilislæknis
• Næstu heilsugæslustöðvar/læknavaktar
• Sérfræðings eins og þvagfæraskurðlæknis, meltingarsérfræðings, húðlæknis o.s.fv.
• Bráðamótttöku sjúkrahúsa
ÞARFT ÞÚ AÐ RÆÐA UM KRABBAMEIN VIÐ EINHVERN?
Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er hægt að leita svara við spurningum af öllu tagi um krabbamein, bæði ókeypis og nafnlaust. Hringdu í síma 800 4040 eða 540 1900.
Gjaldlaus símaráðgjöf og símsvari er í síma 800 4040. Heimasíða ráðgjafarinnar er www.krabb.is/rad . Netfangið er radgjof@krabb.is.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM RÁÐGJÖF OG STUÐNINGSHÓPA ER AÐ FINNA Á VEFSETRI FÉLAGSINS,
ER ORÐIÐ LANGT SÍÐAN ÞÚ FÓRST TIL LÆKNIS?
Margir karlar fara sjaldan eða aldrei til læknis. Það er ekkert við því að segja á meðan þér líður vel en hvað gerist þegar að þú þarft að fara í rannsókn hjá lækni?
Þú getur reyndar pantað þér tíma hjá nær því hvaða lækni sem er, til dæmis á læknastöð. En auðveldast og hagstæðast er þó að fara til heimilislæknis þíns. Ertu búinn að gleyma hver það er? Ertu kannski ekki skráður með neinn heimilislækni? Viltu skipta um heimilislækni?
Þú færð allar upplýsingar um þessi mál hjá heilsugæslustöðinni í þínu hverfi.
RÁÐ VEGNA LÆKNISHEIMSÓKNAR
Mikilvægast er að koma sér að kjarna málsins og segja lækninum strax um hvað málið snýst.
Vertu svo óhræddur við að spyrja um allt það sem þér finnst vera óljóst eða flókið.
Heimildir: mottumars.is