Ég viðurkenni alveg að fræga og ríka fólkið í henni Hollywood er í betri aðstöðu þegar kemur að því að vera heilbrigt og unglegt fram eftir öllum aldri.
Að vera í frábæru formi eftir fertugt er auðvelt fyrir þá sem hafa þjálfara á launaskrá, kokka og fleira til að hjálpa. Þeir hafa meiri peninga milli handanna til að eyða í sjálfa sig.
En það að vera í góðu formi þegar þú ert að eldast er mikil vinna alveg sama hver þú ert.
Hérna eru nokkrir frægir Hollywood leikarar sem ljóstra upp sínum leyndarmálum.
Hugh Jackman.
Hefur þú velt því fyrir þér hvernig Wolverine heldur sér í formi? Hugh Jackman sem er 46 ára er fitness maskína. Hann syndir í sjónum á hverjum degi, hleypur um 5-10 kílómetra á dag og hann dansar á Broadway. Jackman stundar einnig box.
Patrick Dempsey.
Hann er 49 ára. Hann lyftir í hverri viku og hjólar mikið og vill helst ná 50 kílómetrum á viku á hjóli.
George Clooney.
Hann hefur lent í ýmsum heilsufars vandamálum en engu að síður er hann aktívur við sínar æfingar. Þessi 53. ára leikari stundar Hot Jóga.
Rob Lowe.
Hann er 51. árs og eldist afar vel því hann sigraðist á sínum djöfli sem var áfengi. Hann er búinn að vera edrú í 22 ár. Hann stundar þá hættulegu íþrótt að stökkva út úr þyrlum til að komast á skíði og einnig stundar hann "big wave surfing".
Richard Gere.
Hvort heldur sem hann situr með fætur í kross í hofi í Indónesíu eða á strönd í St.Barts þá er þessi 65.ára leikari afar flottur. Hann stundar hugleiðslu daglega.
Fleiri leikarar með góð ráð varðandi heilsuna má finna HÉR.