Hjarta- og æðasjúkdómar eru langstærsta dánarorsök Íslendinga og því er einkar átakanlegt að rekja megi 82% dauðsfalla af þeirra völdum til utanaðkomandi áhættuþátta, sem í flestum tilfellum tengjast lífsstíl.**
Auk hjarta- og æðasjúkdóma dregur bættur lífsstíll úr áhættu margra fleiri sjúkdóma, og því ættu forvarnir og heilsuefling að vera forgangsverkefni stjórnvalda.
* Hagstofa Íslands (2017), Dánir og dánartíðni 1841–2015.
** Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (2016), Global Burden of Disease 2015.
„Hugaðu að hjartanu, þú hefur aðeins eitt“
Með kaupum á Hjartanælunni leggur þú öflugum samtökum lið í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna. Nælan kostar 2.000,- kr. Hér er hægt að panta næluna.