Viðurkenndu það bara: Í hvert sinn sem þér líður illa og ert ekki eins og það á að vera en þú hefur ekki hugmynd afhverju, þá kenniru hormónunum um, rétt? Og þú hefur sennilega rétt fyrir þér.
Þessar kemísku skilaboðaskjóður sem suða um líkamann, stjórna næstum öllu kerfinu hjá þér. Eins og matarlyst, þyngd, kynorkunni, tíðarhringnum og fleiru.
En hormónaruglingur eru ekki handahófskennd atvik sem þú hefur enga stjórn á. Ákveðin hegðun getur orsakað að þeir fari annað hvort að ólga eða sökkva og gera líkamanum mikinn ógreiða í kjölfarið.
Að borða mat sem inniheldur mikið af sykri er auðvitað fitandi og þau kíló sem þú bætir á þig geta orsakað það að þú fáir sykursýki. Hormónarnir flytja sykurinn í blóðið svo að frumurnar fái þá orku sem þær þurfa. En þetta segir Holly Phillips M.D en hún sérhæfir sig í kvenlækingum. Sykursýki 2 er áhættan ef of mikill sykur en innbyrtur.
Venjulega þá á að vera jafnvægi á stress hormónunum á nóttunni. Ef það er ekki svo, þá nærðu ekki að sofna.
Þegar þú sefur, þá er hungur hormón sem kallað er leptin surge að senda líkamanum merki um það að þú þurfir ekki að borða. Að velta sér og bylta heila nótt mun líkaminn ekki framleiða næginlegt magn af leptin. Þannig að þú ert afar svöng daginn eftir og getur það leitt til þyngdaraukningar.
Koffein sendir merki til líkamans um að framleiða meira af cortisol en það eykur á kvíða og þess vegna er kaffi drykkja seint á daginn eða kvöldin alls ekki góð. Ekki drekka kaffi eftir kl 16 á daginn.
Að sleppa úr æfingu er ekki gott, góð æfing þar sem hjartað fer á fullt fær þig til að gleyma tímabundið öllu sem snýst að kvöldmat. Hröð æfing gerir það að verkum að hormón sem heitir ghrelin lækkar í líkamanum.
Sykur og sætindi fylla þig af tímabundinni orku, en sykurinn ruglar efnaboð til heila sem eru nú þegar að snúast í hringi því það er þessi tími mánaðarins. Ef þú ert örg og skapvond þá mun sykurinn bara fæða þessa skapbresti enn meira. Fáðu þér frekar ávexti og hnetur.
Heimild: womenshealthmag.com