Kvef er veirusjúkdómur sem heldur sig aðallega í nefslímhúð. Til eru yfir 100 mismunandi veirur sem valda kvefi. Aðaleinkennið er nefrennsli. Sjúkdómurinn er afar algengur á veturna. Hann kemur verst niður á börnum og eldra fólki.
Smithætta er frá því daginn áður en einkenni koma fram og í 1-3 daga í viðbót. Smitið berst með loftúða frá hósta og hnerra. Einnig getur smit borist með höndum þannig að veiran berst á þær og þaðan í augu eða nef.
Kvef er alla jafna góðkynja kvilli sem stendur yfir 1-2 vikur. Af og til veldur það sýkingu í augum, ennisholum, innra eyra, hálsi eða öndunarfærum. Ef grunur er um sýkingu er ráðlegt að leita læknis því að ástæða getur verið til að meðhöndla hana sérstaklega.
Yfirleitt er kvefað fólk vinnufært þótt það sé slappara en annars. Þó er viðbúið að það þreytist meira en venjulega og að það geti ekki unnið á fullum dampi.
Kvef smitast frá því daginn áður en einkenni koma fram og því er erfitt að forðast það. Algengt er að kvefast 2 – 4 sinnum á ári. Hægt er að reyna að minnka smithættu með því að:
Nei, kvef er veirusýking og fúkkalyf koma ekki að neinu gagni. Aðeins ef aukakvillar koma fram er gripið til slíkra lyfja. Dæmi um slíka aukakvilla: augnsýking, ígerð í ennisholum, bólgur í innra eyra, hálsbólga og lungnabólga. Ástæðan getur verið bakteríusýking.