Rósa Hauksdóttir sem veitir forstöðu Iðjuþjálfuninni á Landakoti var spurð álits á þessu. Hún sagði að það væri almennt þannig, að það sem væri ekki notað, því færi aftur. Það að nota hugann og hendurnar héldi lengur við færni fólks, miðað við það að menn settust niður með hendur í skauti.
Hún sagði að það væru til alls kyns þrautir til að þjálfa hugann, en litabækur væru ekki notaðar í iðjuþjálfuninni á Landakoti. Það kæmi þó fyrir að menn kæmu þangað með eigin litabækur til að æfa sig í að lita. . . LESA MEIRA