Sjónmyndaþjálfun felur í sér að einstaklingur búi til í huga sér, ímyndi sér, ákveðna upplifun sem hann hefur áður upplifað eða nýja reynslu sem hann langar að upplifa. Íþróttafólk ímyndar sér keppnisaðstæður og hvernig þeim tekst fullkomlega upp í þeim aðstæðum. Körfuboltafólk ímyndar sér fullkomna stroku á vítalínunni sem hefur í för með sér að boltinn fari beinustu leið ofan í körfuna, golfarar undirbúa sig undir golfhögg með því að upplifa í huganum fullkomna sveiflu með fullkomnu höggi, og sparkarar í amerískum fótbolta ímynda sér hvernig þeir hitta boltann fullkomlega og horfa á hann fara beinustu leið á milli markstanganna við enda vallarins. Þetta eru fáein dæmi um hvernig íþróttafólk notar sjónmyndir til að undirbúa sig undir keppnisaðstæður í sinni íþrótt. Í stuttu máli má því segja að sjónmyndaþjálfun gangi út á að upplifa í huganum, eins sterkt og mögulegt er, hvers kyns aðstæður og ákjósanleg viðbrögð í þeim aðstæðum.
Sjónmyndaþjálfun getur komið fólki sem er í endurhæfingu eftir meiðsli eða veikindi að góðum notum. Hér eru dæmi um hvernig sjónmyndir geta haft jákvæð áhrif á endurhæfingarferli hjá fólki sem glímt hefur við meiðsli eða veikindi.
1. Að upplifa í huganum slaka vöðva og sjá fyrir sér hvernig slaknar á spenntum vöðvum líkamans getur dregið úr kvíða og tilheyrandi vöðvaspennu sem eru gjarnan afleiðingar þeirra andlegu áhrifa sem meiðsli eða veikindi hafa á fólk.
2. Að ímynda sér stöðugan og góðan bata getur hraðað endurhæfingarferlinu hjá meiddum eða veikum einstaklingi. Þetta getur falið í sér að sjá fyrir sér vöðvasár gróa, vöðva styrkjast, hreyfifærni aukast, og þol verða meira. Slíkar jákvæðar sjónmyndir gera einstaklinginn jákvæðari gagnvart endurhæfingarferlinu og vissari um að fullum bata verði náð með dugnaði í endurhæfingunni.
3. Meiðsli halda gjarnan íþróttafólki frá æfingum og keppnum í styttri eða lengri tíma. Við það telur íþróttafólk sig missa af lestinni, að aðrir bæti sig á öllum sviðum íþróttarinnar á meðan það sjálft þurfi að sitja aðgerðarlaust hjá og horfa á aðra á æfingum. Rannsóknir hafa sýnt að með því að ímynda sér að maður sé að framkvæma ákveðna hreyfingu megi kalla fram svipaða virkni í þeim vöðvum sem koma að hreyfingunni eins og ef hreyfingin væri raunverulega framkvæmd. Þess vegna er talað um að sjónmyndaþjálfun geti hjálpað íþróttafólki að læra og tileinka sér nýjar hreyfingar eða hæfileika. Íþróttafólk sem glímir við meiðsli ætti því að mæta á æfingar og gera
þær æfingar sem lagðar eru fyrir á æfingunni í huganum, ímynda sér sjálft sig framkvæma æfingarnar. Með þessu heldur íþróttafólk þeim hreyfingum sem það mögulega getur ekki gert vegna meiðsla sinna í ferskara minni og það verður tilbúnara til að framkvæma hreyfingarnar þegar þar að kemur. Við þessu má bæta að í liðsíþróttum er kjörið fyrir íþróttafólk að æfa þau kerfi sem liðið spilar í huganum. Sjá fyrir sér sín hlaup og sínar aðgerðir í kerfinu. Þetta ætti einnig að auðvelda íþróttafólki í hópíþróttum endurkomu á keppnisvöllinn eftir meiðsli.
4. Loks getur það haft verulega hvetjandi áhrif á einstakling sem glímir við . . . LESA MEIRA