Irisin virkjar fitufrumur og knýr þær áfram til aukinnar brennslu.
Rannsóknin sjálf var framkvæmd á vegum Dana-Farber Cancer stofnunarinnar en það var Bruce Spiegelman sem fór fyrir rannsókninni, sem gekk út á að einangra Irisin í blóðsýnum einstaklinga sem höfðu nýlokið við æfingu. Í ljós kom að þeir sömu og gáfu blóðsýni, leystu úr læðingi þjálfunar-vellíðunarhormónið, eins og það er kallað, út í líkamann, en hormónið virkjar fitufrumur til að knýja meiri brennsluorku.
Vellíðan í kjölfar brennsluæfinga stafar af Irisin sem losnar úr læðingi.
Niðurstöðurnar sjálfar má lesa í fagritinu Cell Metabolism en í sjálfri faggreininni segir einnig að þeir sem iðkuðu brennsluæfingar framleiddu Irisin í meira magni en aðrir. Rannsakendur segja því snemmtækar niðurstöður benda til að brennsluæfingar örvi Irisinframleiðslu líkamans, sem er í beinu samræmi við þá staðreynd að þegar stefnt er að þyngdartapi geti skorpulotur í ræktinni skilað ágætum árangri.
Irisin var lengi talið vera uppspuni en nú hefur allur vafi verið tekinn af.
Smelltu HÉR til að lesa þessa svo afar fróðlegu grein til enda, takk.
Grein af vef sykur.is