Munnangur er skilgreint sem sársaukafullt sár í munni með hvítri áferð, af óþekktum uppruna. Af þessu má sjá að munnangur er mjög vítt hugtak og getur verið af margvíslegum orsökum. Munnangur getur verið allt frá minniháttar ertingu til krabbameins í munni. Munnangur er þó yfirleitt hættulaus og sár og blöðrur í munni gróa á 1-2 vikum
Bæði áblástur í munni og síendurtekið munnangur hafa tilhneigingu til að koma í kjölfar álags og streitu. Aðrar orsakir geta t.d. verið kynsjúkdómarnir sárasótt og lekandi, sveppasýkingar, flatskæni og fleira. Sár í munni geta einnig komið við ýmsar daglegar athafnir, s.s.:
Munnurinn er viðkvæmur fyrir margskonar áreiti. Þó svo að flest munnangur séu saklaus og fari sjálfkrafa eru sum mjög alvarleg. Oft geta sár í munni hjálpað læknum við greiningu á undirliggjandi sjúkdómi. Nauðsynlegt er að leita læknis ef munnangur varir lengur en 1-2 vikur. Þó nokkuð margir fá frunsur. Þær eru af völdum Herpes simplex veirusýkingar. Ekki er enn hægt að losna við (drepa) veiruna úr líkamanum eftir að viðkomandi hefur sýkst. Á milli frunsuútbrota liggja veirurnar í dvala. Það er hægt að stytta tíma útbrotanna og minnka óþægindi með lyfjum (t.d. aciclovir eða penciclovir).
Við síendurtekið munnangur koma sár sem eru venjulega staðsett innan á kinnum eða vörum, á tungu, í koki eða innst í munni. Sárin geta verið sársaukafull í nokkra daga en læknast á 1-2 vikum. Orsakir síendurtekins munnangurs eru óþekktar en hugsanlegt er að skortur á B12 vítamíni, fólinsýru og járni hafi eitthvað með það að gera að munnangur brýst fram. Mikilvægt er að leita læknis ef munnangur varir lengur en 1-2 vikur eða ef grunur leikur á undirliggjandi sjúkdómi.
Síendurtekið munnangur: Ekki er þekkt nein lækning við munnangri en hægt er að minnka óþægindi með lyfjagjöf s.s. staðdeyfilyfjum og sterum. Einnig er vert að athuga hvort skortur er á járni, B12 vítamíni eða fólínsýru. Frunsur: Neðangreind veirulyf geta nýst til styttingar á einkennum og minnkunar á óþægindum. Hefja skal meðferð eins fljótt og vart verður við frunsu. Ef engin lyf eru við hendina sakar ekki að bera lýsi á frunsuna.
Grein af vef doktor.is