Það væri nú gott að nota það til að auka þekkinguna og víkka út heilsu meðvitundina út fyrir krabbamein í blöðruhálsi og eistum, því krabbamein í ristli og lungum minnka lífslíkur verulega hjá körlum samkvæmt niðurstöðum Krabbameinsskrár Íslands. Það er athyglisvert að dánartíðni karla á ári (2005-2009) er hærri en kvenna vegna ristilkrabbameina ristli (25 karlar/19 konur), það greinast að meðaltali 10 fleiri karlar en konur á ári með þetta mein.
Oft eru engin einkenni út af blöðruhálskrabbameini. Stækki meinið getur það þrýst á þvagrásina og valdið einu eða fleirum einkennum:
Þvagtregða, erfiðleikar að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna, dropar í lok þvagbunu og/eða erfitt að tæma þvagblöðruna.
Tíð þvaglát, sérstaklega á næturna.
Blöðrubólga, verkur eða óþægindi við þvaglát.
Blóð í þvagi eða sáðvökva.Góðkynja sjúkdómar í blöðruhálskirtli eru þó algengasta orsök þessara einkenna.
Einkenni sem ágerast hratt eða koma fram hjá körlum undir fimmtugt þarf alltaf að rannsaka. Hafi krabbameinið dreift sér til annarra líffæra getur það valdið eftirfarandi einkennum:
Beinverkir í mjöðmum, mjaðmagrind, hryggsúlu eða lærleggjum.
Þreyta.
Slappleiki.
Þyngdartap.
Engin skipuleg leit hefur verið að krabbameini í blöðruhálskirtli, hvorki hérlendis né í nágrannalöndum. Ástæðan er sú að það próf sem hefur verið stuðst við hingað til, svokölluð PSA-mæling, uppfyllir ekki kröfur um skimunarpróf. Karlmenn sem eru með einkenni frá þvagvegum, eru með ættarsögu um sjúkdóminn eða komnir yfir fimmtugt og vilja fá upplýsingar um PSA-mælingu er ráðlagt að tíma hjá heimilislækni eða þvagfæraskurðlækni. Einnig er mælt með að hringja í starfsmenn Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 kl. 9:00-16:00 virka daga. (Heimild: Krabbameinsfélag Íslands krabb.is)
Rannsóknir færa okkur stöðugt meiri upplýsingar þó að orsakir krabbameina í blöðruhálsi séu ekki fullrannsökuð er vitað að það er að það verða breytingar á DNA í frumum kirtilsins. Vísindamenn hafa fundið út hvernig ákveðnar breytingar verða (mutations) til þess að frumur fara að vaxa óeðlilega og mynda krabbamein.
Er hægt að fyrirbyggja krabbamein í blöðruhálskirtli?
Rannsóknir bandarískra heilbrigðismálastofnana (NIH, NCI, CDC) hafa sýnt fram á að um 70% krabbameina megi fyrirbyggja. Varðandi blöðruhálskrabbamein er aðeins hægt að hafa áhrif á suma áhættuþætti (t.d. offitu, slæmt mataræði, kyrrsetu) en aðra þætti er ekki hægt að hafa áhrif á eins og aldur, fjölskyldusögu og kynstofn (algengara í þeldökkum).
Rannsóknir hafa sýnt að það eru tengsl milli tíðni meinsins og líkamsþyngdar, hreyfivirkni og mataræðis þó það sé ekki alveg ljóst hvernig það tengist nákvæmlega. Sumar rannsóknirnar sýna að þeir sem eru of þungir gætu haft aðeins lægri tíðni en þeir sem sýkjast hafa þá mun hærri dánartíðni en þeir sem eru í heilbrigðri þyngd.
Sýnt hefur verið fram á að þeir sem stunda reglulega hreyfingu hafa lægri tíðni og því virkari sem þeir eru því greinilegri verður minnkandi tíðni meinsins og ef þeir veikjast þá fara þeir mun betur út úr sjúkdómnum en þeir sem eru kyrrsetumenn.
Nýlegar rannsóknir sýna að þeir sem borða mikið af grænmeti (t.d.tómatar, baunir, soja, kál, broccoli og belgjurtir) og fiski draga úr tíðni meinsins.
Ráðlagt er að:
Frekari upplýsingar um forvarnir er að finna á http://www.krabb.is/fraedsla/blodruhalskirtilskrabbamein
Af síðu heil.is