Sumum finnst reyndar skrýtið og óþægilegt að sofa naktir en hinir sömu gætu skipt um skoðun þegar kostir þess eru skoðaðir.
Sérfræðingar segja að með því að sofa nakinn getum við öðlast betri svefn. Þótt náttföt séu þægileg og kósý þá geta þau þvingað okkur í svefni. Ef við förum of mikið klædd að sofa, í of þykkum náttfötum og með þykka sæng, verður það til þess að líkamshitinn hækkar. Það gerir það að verkum að erfiðara verður að sofna og halda sér í draumalandinu.
Líkaminn þarf frekar á kaldara umhverfi að halda til að festa svefn. Og náttfötin gera ekkert annað en að hindra líkamann í því að kæla sig niður.
Talið er að það sé gott fyrir líkamann að fá að vera nakinn einhvern hluta sólarhringsins. Þar sem við erum klædd í nærföt og önnur föt alla daga allan ársins hring er gott að „lofta stundum út“.
Fyrir konur sérstaklega getur verið gott að hvíla sig stundum á nærfötum þar sem sýklar og sveppasýkingar eiga það til að myndast þegar allt er lokað inni.
Þegar við fáum ekki góðan nætursvefn hækkar streitustuðullinn í líkamanum. Og sannað þykir að það leiði til þess að við leitum frekar í óhollustu og gúffum of miklu magni í okkur. Þegar við sofum nakin þá andar líkaminn betur og við þar af leiðandi sofum betur – og streitan minnkar.
Að liggja nakinn við hlið maka síns í rúminu er talið geta dregið umtalsvert úr streitu. Þegar líkamar ykkar . . . LESA MEIRA