Nýverið lagði Heilsutorg könnun fyrirlesendur sína þar sem spurt var út í notkun á tilteknum fæðutegundum eða bætiefnum til að stuðla að bættri þarmaflóru en vitað er að góð melting og heilbrigð þarmaflóra er stór þáttur í líkamlegu heilbrigði og góðri líðan.
Næstum 800 manns svöruðu könnuninni sem eru frábær viðbrögð.
Þriðjungur svarenda borðar AB-mjólk að staðaldri til að stuðla að heilbrigðri þarmaflóru, þar á eftir komu 13% sem nota hylki með AB-gerlum í, 12% nota Husk, 5% borða AB jógúrt eða laktósafrítt AB skyr í þessum tilgangi og 8% kaupa LGG staupin. Þriðjungur notar engar slíkar vörur.
Til að auka við þekkingu sína um gildi AB gerla má finna pistil um það HÉR. Einnig má finna samanburð á mismunandi jógúrt tegundum HÉR og skyrtegundum HÉR.