Ha? Ekki aðeins mun það vera kynþokkafyllra (en að sofa í víðum teygðum bómullarnáttfötum), sérfræðingar vilja meina að það að sofa nakin sé mun heilsusamlegra.
Hér koma nokkrar góðar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að velja að sofa eins og Guð skapaði þig í nótt og næstu nætur.
1. Lofta út. Jennifer Landa er höfundur bókarinnar: The Sex Drive Solution for Women, fullyrðir að það sé mun heilbrigðara fyrir kynfærin að sofa án fata. Því þrátt fyrir að það sé eðlilegt að hafa bakteríur þarna niðri, er staðreyndin samt sú að of mikill raki og hiti skapar umfram magn baktería sem er hreint ekki gott. Bara vesen. Lofta út! Sagði fröken Landa.
2. Þú sefur betur. "Jafnvel þótt þú viljir hafa það kósý og hlýlegt um nætur, þá er mjög mikilvægt að hafa hitastigið í svefnherberginu aðeins kaldra á meðan þú sefurm," segir Lisa Shives, sem situr í stjórn National Sleep Foundation's board of directors. "Líkamshiti þinn lækkar á meðan þú sefur, þannig að ef hitinn verður of mikill, getur það minnkað gæði svefnsins. Sofðu nakin til að halda líkamanum í eðlilegu hitastigi og þú sefur betur. Og í framhaldi lítur þú betur út"
3. Þú lítur betur út. Natasha Turner, metsöluhöfundar bókarinnar: The Hormone Diet, fullyrðir að það af vera of heitt um nætur, raski losun melatóníns og endurnýjun þeirra hormóna sem er helsti andstæðingur gegn baráttunni við elli kerlingu. Jafnvægi á líkamshita munu virka einsog töfrar fyrir húð þína og hár.
4. Þú grennist. Að sofa nakin/n hjálpar þér við að sofa betur og að sofa betur minnkar hormón sem kallast Kortisóls, sem dregur úr hungri og heldur orkunni í skefjum. Natasha Turner segir að þegar svefninn er rofin eða ábótavant, þá verður Kortisóls-magnið of mikið, sem verður til þess að vekja upp svengd og veldur jafnvel ofáti.
5. Þú fyllist sjálfstrausti. Að sofa nakin/n er frábært. Linda sagði: "Við getum stillt okkur inn á að líða einsog þunnum blaðsneplum og fundið fyrir hreinu lofti um leið, sem getur verið mjög kynþokkafullt. Og það að finnast maður vera kynþokkafullur eykur sjálfstraustið."
6. Kynlífið verður betra. Að sofa nakin/n mun vera frábært fyrir pör. Ástæðan mun vera að þegar parið liggur hlið við hlíð og holdið snertist, veitir það ómælda ánægju og góða tilfinningu. Jafnframt eykst hormónið Oxýtósín, þú finnur fyrir meiri nánd, ert afslappaðri, sem þýðir einfaldlega; þú ert í banastuði fyrir kynlíf!
Grein fengin af Spegill.is og hana má lesa HÉR.